Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 50
síðast veturinn 1904—1905, tór síðan á heilsuhæli í Danmörku og dó
þar skömmu síðar úr lungnatæringu,
Tala berklaheimila nú: Kirkjubólshreppur 2, Hrófbergshreppur 2,
Kaldrananeshreppur 3.
Sauðárkróks. Um berklaveiki er það að segja, að í þessu héraði,
sem og sennilega fleirum, fer hún fremur vaxandi en hið gagnstæða.
Stendur það auðvitað í sambandi við það, sem þegar er vitað, að veik-
in er svo feykilega langvinn og hefir svo langan undirbúningstíma.
Til þess að greinilegur árangur verði af berklavörnum, þarf sennilega
lengri tíma en þegar er liðinn síðan berklavarnalögin kornust í gildi.
T. d. liggur nú á sjúkrahúsinu hér kona, sem er 47 ára gömul. Hafði
hún, er hún var 7—9 ára, verið samvistum með og sofið hjá ungri
stúlku, sem dó úr tæringu á þeim árum. Siðan hefir hún ekki verið
samvistum við berklaveikt fólk og veiktist fyrst síðastliðið ár. En
það ár átti hún venjn fremur erfitt og hafði lélegt fæði. Er þetta sér-
staka dæmi fært því til sönnunar, hvernig þessi veiki hagar sér stund-
um. Hún liggur niðri, svo tugum ára skiptir, ef ekkert ábjátar fyrir
sjúklingnum, en brýst út, ef tækifæri gefst, jafnvel eftir rnarga tugi ára.
Til þess að berklavarnir verði „effectivar", verður að leggja hina
mestu áherzlu á að rannsaka eklti síður gamalt fólk með hósta
eða uppgang, jafnvel þó friskt sé að öðru Iejdi. Er oft erfitt
mjög' að finna berkla í uppgangi þessa fólks. En það má takast
eftir ítrekaðar tilraunir, eða svo hefir mér reynzt það. Það ber
ekki svo sjaldan við, að börn og unglingar eru föl og blóðlítil með
þrútna kirtla eða með byrjandi berklaveiki. Ljóslækningar og sjúkra-
húsvist um tírna bjargar oft þessum sjúklingum frá því að verða
altekin af berklaveikinni. Þeim batnar vanalega alveg og verða hin
hraustustu. Ég tek þetta fram til þess að undirstrika það álit mitt, að
ég tel það illa farið, ef að því ráði verður horfið, að svipta fátækt fólk
þeirri hjálp, sem Ijóslækningar veita, en það er gert, ef það verður
svift styrknum samkvæmt berklavarnalögunum til þess að það g'eti
veitt sér þessa lækningu. Ég tel, að ekki megi að svo stöddu slaka neitt
til á berklavarnalögunum, því það mundi gera að engu árangur þann,
sem þegar er fenginn, þó ekki sé hann verulega kominn í ljós ennþá.
Þá tel ég', að meira þurfi að gera en þeg'ar hefir gert verið, til þess
að fræða alþýðu manna um þýðingu hollrar fæðu í stað hinnar fjörvi-
snauðu fæðu, sem menn nú neyta miklum mun meira en áður var,
fæðu, sem einnig er svipt bæði lífrænum söltum og nauðsynlegum
úrgangsefnum, og gera sérstaklega unga menn blóðlitla og móttæki-
legri fyrir berklasmitun.
Jiofsós. Skrásettir eru 10 nýir berklasjúklingar, en flestir lítið veik-
ir. Ég hef bent á, að fyrir tæpum 150 árum dó maður (Árni bp. Þór-
arinsson) að því er virðist úr berklum í þessu héraði og fært líkur
að því, að nokkuð muni þá hafa verið um berkla á þessu svæði.
Ég hef tvisvar minnst á það í ársskýrslum mínum að lítið væri um
berklaveiki í Hofsóshéraði. Á árunum 1907—1929 eru skrásettir 117
sjúklingar. Það verða að meðaltali 5 á ári eða sem svarar 2,&%c af íbú-
um héraðsins. Sé tekin tala dáinna úr berklaveiki 1911—1928, þá
verður hún 0,79^ að meðaltali á ári, en á öllu landinu 1,8%c árlega.