Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 55
33
Héraðsbúar voru í árslok 1929 ................................. 102fi
Skráðir á árunnm 1910—20 (11 ár) .............................. 69
Skráðir á árunum 1920—29 (9 ár) ............................... 48
Skráðir samtals 1910—29 ....................................... 117
Berkasjúkl., gamlir og' nýir, á lífi í árslok 1929 ............ 48
Þar af taldir berltlaveikir þá ................................ 11
Þistilfj. Um fyrstu upptök berklaveikinnar í héraðinu mun allt ó-
kunnugt. Berklabókin byrjar 1908, og er hún helzta heimild mín. Þá
virðist veikin dreifð um allt hcraðið. Síðan ég kom í héraðið hefir
ekki flutzt inn berklaveiki svo ég' viti nema á eitt heimili. Veikin
virðist gömul í héraðinu en hafa smátt og smátt fengið viðbót og þá
álltaf svo vitað sé innan úr Axarfirði.
Síðustu árin hefir tala berklav. á skrá komizt upjj i 20 og fækkað
hsegt; nú taldir 16. Viðbótin árlega verið nokkurnveginn fyrir dauð-
um og burtfluttum.
Tala berklaheimila: í Þistilfirði 4, á Langanesi 1 og á Strönd 7.
Tala berklaveikra á hverju heimili: í Þistilfirði 1 á hverju heimili
(1 sjúkl. dauður), á Langanesi 1 (hinn sjúkl. nú fjarverandi) og á
Strönd 1 á 6 heiinilum, 3 á einu.
Vopnafj. Héraðslæknir sendir eftirrit af berklabók héraðsins síð-
ustu 6 árin (1924—29) með athugasemdum sinum um smitun sjúkl.,
heilsufar og afdrif. Tala skrásettra sjúkl. á þessum árum er alls 23;
af þeim koma 5 ekki til greina af ýmsum ástæðum. Af þessum 18
sjúklingum, sem til greina koma, segir héraðsl., tel ég' alveg víst
að 5 séu smitaðir í öðrum héruðum. Af þeim 13 sjúkl., sem þá eru
eftir og' gera má ráð fyrir að séu flestir eða allir smitaðir innanhéraðs,
eru aðeins 2 með tb. pulm., 2 með tb. miliaris og meningit tb., 2 með
adenitis tb. colli., 2 með tb. peritonei et intestin., 5 méð útv. berkla.
Þetta, ásamt öðru, virðist mér benda til þess, að berklaveikin sé orð-
in tiltölulega kronisk hér og búin að liggja lengi í landi.
Um tölu berklaveikra heimila er mjög erfitt að segja, býst ég' við, að
telja inætti 6—7 heimili eitthvað grunsamleg án þess að þar sé um
ágenga berkla að ræða.
SeyÖisfj. Óhætt að segja, að alltaf hafi verið mjög lítið um berkla-
veiki hér í kaupstaðnum og eins i hinum 2 hreppum, Seyðisfjarðar-
hreppi og Loðmundarfjarðarhreppi, sem heyra til læknishéraðinu. Nú
ekkert berklaheimili í kaupstaðnum og sitt heimilið i hvorum áður-
nefndra hreppa.
Norðfj. Alltaf nokkuð af berklaveiki í héraðinu, þótt ekki dvelji
margir sjúkl. hér urn áramót. Er þeim komið jafnharðan burt á
sjúkrahús eða hæli. Héraðið fær lækni 1913, og kemur þá smátt og
smátt í ljós að berklar eru þar fyrir. Fyrstu 1—2 árin sjást likindi
til þess, að 12 heimili í héraðinu hafi verið sýkt áður en læknir kom
þangað. Er vitanlegt að fleiri muni hafa verið, þó jiað kæmi ekki fram
þá. Um nálega allar þessar fjölskyldur er mér kunnugt, að það er
ekki aðflutt fólk, heldur gamlir Norðfirðingar, sem gegnum marga
ættliði hafa búið í Norðfirði. Ekki getur þó hjá því farið, að eitthvað
flytjist inn af berklasýktu fólki til staðar, sem hefir jafnöran inn-