Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 62
60
2. Anæmia perniciosa:
ísafj. Ársgamalt barn. Greinileg einkenni. Dó.
3. Atrophia flava hepatis acuta:
Reyðarfj. Einn maður talinn dáinn úr þeim sjúkdómi á sjúkrahúsi
Eskifjarðar.
4. Diabetes mellitus:
Þistiljj. Einn sjúkl. á sjúkraskýlinu á Þórshðfn.
Hafnarfj. Einn sjúkl. dó þar á sjúkrahúsinu.
5. Epilepsia:
fíorgarfj. Skólapiltur á Hvanneyri, 18 ára, úr Norður-ísafjarðar-
sýslu.
Reykhóla. 2 sjúklingar. Annað miðaldra stúlka og hefir haft sjúk-
dóminn árum saman. Hitt piltur innan við tvitugt. Hvorugt á til
slagaveikra að telja.
Fáskriíðsfj. I tilfelli.
fíerufj. I tilfelli.
I). Glycosuria:
fíorgarfj. 1 sjúkl. með furunculosis. Annars engin greinileg diabe-
teseinkenni.
7. Hæmangioma renum:
Borgarfj. 30 ára karlmaður veiktist af þungri kveflungnabólgu. Þeg-
ar lungnabólgan fór að réna, byrjaði nýrnablæðing. Fluttur til Reykja-
víkur i flugvél og dó þar. Við líkskurð fannst hæmangiom í báðum
nýrum.
8. Hæmophilia:
fíorgarfj. 28 ára karlmaður fékk mikla nýrnablæðingu, sem stöðv-
aðist við gelatinegjöf. Tveir bræður hans dóu í æsku úr blæðingu.
9. Leucæmia lymphatica:
ísafj. Varð rosknum manni að bana.
10. Lymphogranulomatosis:
fíorgarfj. 1 kona, 37 ára. Hafði afarstórt milta og tumor í hálsi, út
frá annari tonsillunni. Fór til Rvikur, fékk þar Röntgengeislun og
tumor skorinn burt að nokkru leyti. Batnaði í bili, en versnaði aftur
eftir nokkrar vikur. Hefir síðan fengið Röntgen og radium hvað eftir
arinað, en fer heldur hnignandi.
11. Rachitis:
Skipaskaga. Héraðslæknir getur um sjúkdóma allra sinna sjúkl.,
en getur ekki um rachitis.
Borgarfj. 3 börn. Veikin á lágu stigi. Batnaði við hentugt fæði, úti-
vist og fosfórlýsi.
Reykhóla. Beinkröm virðist sjaldgæf hér um slóðir.
Flateyrar. Beinkröm mjög algeng i börnum í héraðinu og miklu þrá-
látari þar en á Suðurlandi, að því er læknirinn segir.
ísafj. Af 1172 sjúkl. hafði aðeins 1 rachitis.
Vestmannaeyja. Beinkröm má heita tiltölulega fátíð hér. Brýnt er
fyrir mæðrum að gefa börnum á 1. ári þorskalýsi og cítrónusafa, enn-
frernur hrogn, lifur og þorskhausa, nýja og herta. Efalaust væri það
mjög holt, að sölvaát væri tekið upp við sjávarsíðuna og víðar, því
þau eru bætiefnarík og beztn fæða. Af misskilningi tómum og van-