Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 64
62
Bílduclals 17%. í Patreksfj. er ekkert barn með höfuðverk, í Bíldudals
20%. En í Patreksfj. eru aftur 33% barnanna með króniska kirtla-
bólgu, sem alls ekki verður vart við í Bíldudals. Þá einu lærdóma virð-
ist mega draga af þessum skýrslum, að börnin í landinu eru enn synd-
samlega lúsug og tennurnar í þeim kolbrenndar, svo að í mörgum hér-
uðum er það hreinn viðburður að hitta barn með heilar tennur. Ef
skýrslurnar má marka að þessu leyti, virðist ástandið einna bezt aust-
ur á Fljótsdalshéraði. Þar eru aðeins 27% af börnunum talin með
skemmdar tennur, þar næst í Borgarnes 3ö% , í Hofsós 45%, í Höfða-
hverfis 02%, í Eyrarbakka 07%, í Patreksfj. 73%, í Fáskrúðsfj. 75%
og í Svarfdæla 79%. Annarsstaðar yfir 80% og hæst i ísafj. 93% og
Vestmannaeyja 94%.
Jafnviðtækar kröfur og gerðar hafa verið til læluia um skýrslur vfir
heilbrigðisástand skólabarna virðast ekki ná tilgangi sinum, sem ekki
var við að búast, svo losaralega og fyrirhyggjulítið sem búið hefir
verið í höndurnar á þeim. Virðist Jiær að leggja færra fyrir þá, en búa
svo um, að sem bezt samræmi hljóti að verða i því, sem frá er skýrt, því
að með því eina móti getur það orðið nytsamt til nokkurs fróðleiks.
Sjá ennfremur síðar sérstakan kafla um skólaeftirlit (VI. 10). Hon-
um fvlgja nokkrar umsagnir lækna um skólaskoðanir þeirra.
E. Aðsókn að læknum og sjúkrahúsum.
Nokkuð mætti marka kvillasemi í héruðum og landinu í heild sinni
á því, hve margir leita lækna og sjúkrahúsa á hverju ári, þó að fleira
koini þar til greina. En því miður getur aðeins minni hluti lækna um
tölu sjúklinga sinna og ferðalaga til sjúkravitjana, þó að það ætti að
vera útlátalítið.
í ár eru tölur greindar úr eftirfarandi héruðum:
Héruð: Tala sjúkl. % af héraðsbúuin Ferðir
Skipaskaga 1181 64% 36
Borgarf j 890 62— 128
Borgarnes 971 66— 62
Ólafsvíkur 1275 76- —
Patreksfj 780 50— 19
Bildudals — 23
Þingeyrar 1046 84— 56
Flateyrar 894 77— 29
Isafjarðar 3195 96— 104
Hesteyrar 265 37- 19
Miðfj 800 40— 137
Blönduós 878 38— 89
Hofsós 710 46— 86
Svarfdæla 811 34— 121
Höfðahverfis 189 21— 22
Norðfj 1174 79— —