Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Blaðsíða 72
70
sár: í hendi 1, í hnéskel 1. Einn sjúklingur beið nana við bruna. Hinir,
sem fyrir slysunum urðu, voru græddir.
Höfðahverfis. Slys voru: Contusiones 3, fractura radii typica 1, fing-
ursin skarst í sundur.
Reijkclæla. Slys voru mörg á árinu. Þau flokkast þannig: Luxatio
antibrachii 4, fract. radii typ. 3, fract. radii 1, fract. patellae 1, fract.
femoris 2, fract. femoris supracond. í, derangement interne 1. Lær-
brotin voru á börnum, 2 og 4 ára gömlum og á manni, lömuðum af
mænusótt.
Öxarfj. Beinbrot og liðhlaup: Gömul kona féll af háuin tröppum
ofan í frosið hlað. Brotnaði geislabein vinstra handleggs og viðbein
hægra megin. Ennfremur fékk hún talsverðan áverka á höfuð og
rotaðist. Kona féll af hesti og gekk úr liði á öxl. Piltur braut fibula.
Drengur 7 ára lærbrotnaði. Þótti nauðsynlegt að nota við hann sig-
umbúðir. Nálega reynist mér það þó ófært, ef sjúklingurinn er langt
í burtu. Þessi sjúklingur varð heill.
Reyðarfj. Slysfarir var mjög lítið um i héraðinu á þessu ári. Þær
stærstu voru þessar: Fract. ossis navicul. manus 1, fract. claviculae I,
lux. cubiti 1.
Fáskrúðsfj. Fractura claviculae 2, fract. coastæ 2, fract. radii 2,
vulnera varia 18.
fíerufj. Slys og aðrir áverkar. Sjö síðari mánuði ársins hafa komið
fyi'ir: Ambustiones 2, distorsio cubiti 1, fract. coaste 1, fract. radii
typ. 1, luxatio patellae 1 og vulnus contus. auris I.
'Siðu. Slys hafa orðið með mesta móti. Tveir menn fóru úr axlar-
lið, báðir við það að detta af baki. Einn maður fótbrotnaði, báðar Iegg-
pípur sundur með skábroti á tibia. Auk þessa voru minni áverkar,
svo sem rifbeinsbrot, aðskota hlutir i auga o. s. frv.
Eyrarbakka. Meiðsli voru ekki tíð né mikil, sum smávægileg. Bein-
hrot voru öll einföld brot og voru : Fract. antibrachii 1, fract. claviculae
1, fract. costae 3, fract. epicondyl. humeri 1, fract. radii 2, fract. tibiæ 1,
fract. ulnæ 1.
Engin luxatio kom fyrir. Fract. tibiæ var á 43 ára gömlum karl-
manni, neðarlega á beininu. Hann datt af hestbaki. 65 ára göipul kona
varð undir bifreið. Bifreiðin feldi hana og fór yfir hana. Konan lá alveg
meðvitundarlaus í nokkra klukkutíma og náði fullri meðvitund á öðru
dægri. Hún var víða marin, bæði um höfuð, bol og útlimi, og víða var
yfirskinnið hrómlað, en hún var hvergi brotin, og engin merki koinu
fram þess, að innri líffæri hefðu brostið. Hún lá lengi rúmföst, 1- 2
mánuði, en náði loks aftur þeirri heilsu, sem hún hafði áður.
Það slys kom fyrir, að ung hjón, rúmlega þrítug að aldri, dóu úr
eitrun af kolasýrlingslofti. Þau sváfu ein í bæ og höfðu lagt i ofn-
inn um kvöldið, áður en þau fóru að hátta, því veðui' var kalt. Þetta
var kvöldið fvrir gamlaársdag". Kl. um 11 daginn eftir var farið að
undrast uin þau og farið heim lil þeirra. Lágu þá bæði meðvitundar-
laus, eins og" í djúpri svæfingu (með hrotum). Loftið í baðstofunni
var þá orðið gott. í ofninum var dautt, hálfbrunnin kolin, og" spjald i
ofnpípunni fallið fyrir. Þau liöfðu selt upp allmiklu og sást, að þau
höfðu dregið fram ílát til að kasta upp í. Lífgunartilraunirnar virt-