Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 75
73
'ikurhéraði. í Reykjavik bættust við læknarnir Valtýr Albertsson og
^jörn Gunnlaugsson. Á ísafirði Torfi Bjarnason.
Samkv. þeim skýrslum um heilbrigðisstarfsmenn, sem borizt hafa,
virðast yfirsetukonur vanta í 11 umdæmi. En skýrslur vantar úr eftir-
farandi héruðum: Flateyjar, Reykjafj. og Hornafj.
3. Sjúkrahús og' heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús.
Töflur XI—XII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli eru á þessu ári orðin 31 í landinu1) með
samtals 85(i rúmum eða 8,1 rúm á hverja 1000 íbúa. Þar af eru 25
almenn sjúkrahús og sjúkraskýli með samtals 396 rúmum eða 3,8%c.
A berklahælunum 2 eru samtals 210 rúm eða sem næst 2%.c.
Af hinum 25 almennu sjúkrahúsum er meiri hlutinn (14) meira
sjúkrahús að nafninu með innan við 10 rúmum hvert og samtals 76
rúmum. Eru þau smáskýli flest í sambandi við læknishústaði og þá
i'ekin af lækninum eða heimafólki hans. Lærðar hjúkrunarkonur og
fullkomið sjúkrahússnið er aðeins á stærstu sjúkrahúsunum. Verð
er almennast um 5 kr. á hvern legudag, en nokkru ódýrara á smáskýl-
unum, 3—4 kr„ og fer jafnvel niður í 3 kr. Sums staðar er nokkiir
munur gerður á gjaldi utanhéraðs- og innanhéraðssjúklinga og út-
lendingar eru yfirleitt látnir greiða miklu hærra daggjald, 9—12 kr.
Aukagjöld eru tekin af sjúklingmn fyrir lyf, læknishjálp og ýmis-
legan annan aukakostnað. Og sums staðar eru þessi aukagjöld svo há,
að daggjöldin segja minst til um kostnaðinn (t. d. á St. Josephs spí-
tala i Rvík).
Eftirfarandi umbætur á sjúkrahúsunum eru taldar á árinu: Rvík.
Sjúkralyfta sett í St. Josephs spítala i Landakoti. Patreksfí. Miðstöð
hafði verið sett í húsið árið áður. Gluggar gisnuðu svo að um varð að
bæta á þessu ári. ísafí. Röntgentæki keypt. Kostuðu uppsett ca. 8000
kr. Sauðárkróks. Stórkostlegar umbætur innan húss. Siglufí. Byggt úti-
hús til íbúðar fyrir starfsfólk, þvottahús, líkhús, sótthreinsun o. s.
frv. Akureijrar. Gerður steinsteyptur klefi til formalínsótthreinsunar.
Fljótsdals. Rafmagnsstöðin sem reist var á fyrra ári reyndist gölluð,
vatnsvélin ónýt. Var hætt um það á árinu. Vatnssalerni og' bað flutt
á annan stað í húsinu. Hróarstungu. Byggður læknisbústaður, stein-
steyptur með járnþaki. Tvöfaldir veggir ofan við kjallara. Ein hæð og
port. Steypugólf en stigar úr tré. Miðstöð. Ein sjúkrastofa fyrir 2
sjúklinga. Seyðisfí. Röntgentæki kevpt. Vestmannaeyja. Útihús byggt.
Geymsla, sótthreinsunarklefi, líkhús, lyfja- og umbúðaklefi, svefnher-
1) Eftir því sem sjúkrahúsunum fjölgar, gera htknar minna og ininna að meiri
háttar handíæknisaðgerðum utan sjúkrahúsa, og má nú orðið koma flestuin, sem ekki
veikjast því hastarlegar á sjúkraliús til aðgerðar. A þessu ári er þó getið um eftir-
farandi handlæknisaðgerðar utan sjúkrahúsa, allar í þeim héruðum, sem enn eru
sjúkraskýlislaus:
D'ala. Appendectomiae 2, lierniotomia 1.
11 e y k h ó 1 a . Appendcctomia 1.
H o f s ó s . Cystostomia 1.