Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 79

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 79
77 Hjúkrunarfélagið Líkn. Það gerir svofellda grein fyrir störfum sínum á árinu: Arið 1929 störfuðu 4 hjúk runarkonur við Hjúkrunarfélagið „Líkn“ í Heykjavik. Störfuðu 2 þeirra eingöngu við heimahjúkrun, 1 hafði á hendi starf Berklavarnarstöðvarinnar, og 1 hafði umsjón með Barna- verndun ,,Liknar“, auk þess sem hún hjálpaði til við heimahjúkrun, þe gar tími vannst til. Heimilishjúkrunarkonurnar fóru 10310 sjúkravitjanir á árinu, vöktu 26% nótt og höfðu dagþjónustu 10% dag. Berklavarnastöðin. Stöðvarhjúkrunarkonan fór í 2045 heim- sóknir á heimilin. Til stöðvarinnar leituðu alls 460 sjúklingar, sem voru skoðaðir. Þar af voru 85 nýir sjúklingar og skyldulið þeirra, sem einnig var hlustað. Voru það 5 karlar, 16 konur og 65 börn. 26 sjúkl- ingum var útveguð heilsuhælis- eða sjúkrahúsvist. 13 sjúklingar voru Höntgenmyndaðir eða útvegaðar ljóslækningar. Af börnum á skóla- aldri, er komu í fvrsta sinn til stöðvarinnar á árinu, voru 6 berkla- veik. Barnaverndun Líknar. Hjúkrunarkonan fór í 955 vitjanir á heimilin. AIls fékk stöðin 94 nýjar heimsóknir af börnum og 313 end- urteknar heimsóknir. 474 mæður leituðu til stöðvarinnar, og hafa því verið 881 heimsóknir af mæðrum og börnum. Einnig leituðu 22 barns- hafandi konur til stöðvarinnar. Þar af voru 13 nýjar og 9 endur- teknar heimsóknir. Önnur störf félagsins voru fólgin I útbýtingu nýrra og gamalla fata, mjólkur- og lýsisgjafa og matargjafa. Auk þess voru lánuð rúm, rúm- föt og barnaföt frá báðum stöðvunum. Af lýsi var útbýtt 800 lítruin og gefnir voru 4170 lítrar af mjólk frá Berklavarnarstöðinni og 1267 lítrar af mjólk frá Barnavernduninni. Húsaleigustyrkur var veittur 2 sjúklingum frá Berklavarnarstöðinni. Tekjur félagsins á árinu voru kr. 21689.40, en gjöld kr. 21115,36. Bíldudals. Hjúkrunarfélagið „Samúð“ hefir haft eina hjúkrunar- konu til aðstoðar sjúklingum og sængurkonum. Hefir hjúkrunar- konan árskaup hjá félaginu kr. 400.00. Hjá sjúklingunum á hún að fá frítt fæði og i dagkaup kr. 1.75 um sumarið og kr. 1.25 um veturinn. Akureyrar. Rauðakrossdeild Akureyrar. Félag þetta, sein telur um 100 meðlimi, vinnur töluvert gagn með því að hafa í þjónustu sinni vel menntaða hjúkrunarkonu, og með þvi að halda uppi hjálparstöð fyrir berklaveika og leiðbeiningastöð fvrir harnshafandi konur, og mæður og börn. Jónas læknir Rafnar annast stöðina vegna berkla- sjúklinga en ég að öðru leyti. Hjúkrunarsystirin gengur um bæinn og hlynnir að sjúkum eftir tilmælum þeirra eða okkar læknanna. 1223 heimsóknir til sjúklinga hefir hún skráð á umliðnu ári og að auki vitjaði hún 306 sinnum berklaveikra heimila til að hjálpa og' leiðbeina. Ennfremur er hún skólahjúkrunarkona, er aðstoðar lækni við skólaskoðun og lítur stöðugt eftir þrifnaði og heilsufari barnanna og' heldur stutta fyrirlestra fyrir þau um heilsuvernd. Hjálparstöðin hefir fengið 1000 kr. árlegan styrk frá Alþingi og annað eins úr hæjarsjóði. Reynsla vor Akureyrarbúa með starf þessarar hjúkrun-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.