Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Page 83
81
Þistilfi. Húsakynnin fara batnandi. Verstu bæirnir hverfa og steinhús
risa upp. Tvö steinhús komu í sumar i sveitum og þrjú á Þórshöfn. —
Gengur stirt að koma fólki i skilning um, hve nauðsynleg og sjálfsögð
góð salerni eru.
Norðfj. Meðal annars lét heilbrigðisnefndin á þessu ári rannsaka hús-
uæði manna í Neskaupstað. Af skýrslu sem heilbrigðisfulltrúi samdi
sést að:
22 íbúðir hafa
49 — —
44 — —
30 — —
17 — —
13 — —
11 — —
6 — —
13 — —
1 herbergi
1 —
2 —
3 —
4 —
5
fi —
7
8—-17 —
eldhúslaust
og eldhús.
Af þessum 205 íbúðum eru 155 salernislausar, 136 skólpleiðslu-
lausar og 91 vatnsleiðslulausar, og þótt sum hús hefðu vatnsleiðslur,
þá sýndi rannsóknin, að þær voru flestar ófullkomnar og vatn hjá
öðrum ýmist tekið úr lækjum eða ófullkomnum brunnum.
Ákvæðum heilbrigðissamþykktar illa fylgt. Oftast eru þær svo
kröfuharðar, að fáum mun hent að fylgja þeim og ein syndin híður
annari heim. — Húsakynni alþýðu eru heldur að batna, þ. e. þau
hús, sem byggð eru, eru vandaðri en áður vildi verða. Þrifnaður í
lakara lagi.
Beriifj. Þrifnaður er í meðallagi. Þrifnaður utanhúss eftir ástæðum
ekki slærnur.
Mýrdals. Nokkur íbúðarhús byggð á þessu ári. Miðstöðvarhitun
komin allvíða. Rafmagnsstöðvar eru nú fi i héraðinu fyrir 11 heimili
auk ljósastöðvarinnar í Vík.
Grimsnes. Þrifnaðarástand nokkuð misjafnt. í sumum sveitum
virðist þessu ábótavant töluvert. Ber það ekki ósjaldan við, að fólk,
einkum karlmenn, koma gestir á aðra bæi óþvegnir í andliti og á
höndum. Liklega eru þeir hinir sömu ekki viðkvæmir fyrir því, þó
að lús kynni að sjást skríða á þeim. Almennt er þetta þó ekki, og býst
ég við að þetta fari fremur í þá átt að vera batnandi í héraðinu, enda
þarf þess með, því að betra má það vera. Áhugi fyrir því að leiða
vatn inn í bæina fer vaxandi þar sem því verður við komið.
Vestmannaeyja. Húsakynnin fara vfirleitt batnandi. Síðastl. sumar
voru reist hér eitthvað 8 steinhús og 1 timburhús. Kjallaraíbúðir sum-
staðar lélegar. — Frágangur á vatnsbólum fer hér heldur batnandi,
þótt bágur megi enn sumstaðar teljast, því að menn eru hér undar-
lega stamir á að taka upp umbætur í þessu efni sem öðrum. — Um
þrifnað i sjálfum bænum verður aldrei að ræða almennt fvrr en hol-
ræsi koma og sjór til fiskþvotta tekinn utan hafnargarða eða úr
jörðu.
6