Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Síða 86
84
í Svarfdæla, Hróarstungu og Mýrdalshcruðum lögðu allar konur á
l)rjóst, þær, sem upplýsingar eru um.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Meðferð mæðra á ungbörnum er, eins og áður hefir
verið tekið fram, góð. Eftir skýrslum ljósmæðra hafa allar konur,
nema 4, haft hörn sín á brjósti. Næg'ileg mjólk hefir verið hér í kaup-
túninu, því síðan vegirnir voru lagðir, kemur hingað mjólk daglega
úr nálægum hreppum. Lýsi er börnum almennt gefið. Klæðnaður og
hirðing á börnum er góð.
Borgarfj. Meöferð ungbarna mun vera sæmileg. Mæður telja nú orðið
sjálfsagt að hafa börn sín á brjósti, ef ekkert sérstakt er því til fyrir-
stöðu. Ekkert ungbarn dó á árinu.
fíorgarnes. Meðferð á ungbörnum virðist vera góð og flestar konur
hafa börn sín á brjósti. Ungbarnadauði hefir verið mjög lítill hér þessi
6% ár, sem ég hefi verið hér. A þessu ári dó eitt ungbarn, líklega úr
lífhimnubólgu.
Ólafsvíkur. Meðferð á ungbörnum fer batnandi ár frá ári, og mun
nú ekki vera lakari í þessu héraði en víða annarsstaðar á landinu. Ung-
barnadauði er mjög lítill (á þessu ári 1 barn á 1. ári). Mæður hafa
vfirleitt börn sín á brjósti þegar því verður við komið. Og önnur fæða
ungbarna er miklu hentugri nú en áður.
Reykhóla. Rúmlega helmingur ungbarna fær brjóst. Ljósmæður
geta ekki um ástææður þess, að börn eru ekki látin hafa brjóst. Ung-
börnum er viða gefið lýsi. Beinkröm virðast vera sjaldgæf hér um
slóðir.
Höfðahverfis. Meðferð ungbarna er góð, það ég til þekki. Mæður
hafa flestar börn sín á brjósti, og er þeim umhugað um, að gera allt,
sem hægt er, til þess að börnin dafni sem bezt.
Ö.tarfj. Meðferð ungbarna er góð. Ekki er það til marks um það, að
ég get þess, að drengur einn vóg 22 mánaða gamall 44 pund. Hann
virðist annars „normal". Telpa á sama heimili, <S ár gömul, var 2
pundum þyngri. Hún er og hefir verið heilsugóð.
Norðfj. Meðferð á ungbörnum má teljast í sæmilegu lagi, eftir þvi
sem þrifnaður leyfir. Þó flest börn séu talin brjóstbörn á skýrslum
yfirsetukvenna, þá segir það ekki allan sannleikann. Þau eru sem
sé alltof skamman tíma á brjósti, — all-oftast fáar vikur (3—4) upp
í 2—3 mánuði allra lengst. M. ö. o. hætta flestar mæður skömmu eftir
að Ijósmóðirin er hætt að skipta sér af þeirn. Þær eru ekki sannfærð-
ari en það um ágæti brjóstamjólkurinnar, að þær gera það fæstar ó-
neyddar að hafa börn sín á brjósti. Þessi byrjun ætti þó að gera það
auðveldara að fá lag á það en annars mundi.
fíerufj. Meðferð ungbarna. Eftir minni stuttu reynslu að dæma,
virðist hún vera í all-góðu Iagi. Fólkinu er einnig Ijóst, hve góð áhrif
lýsisgjöf hefir, og er almennt að nota það handa börnum.
Síðu. Meðferð ungbarna hefir farið batnandi og mun mega teljast í
góðu lagi. Þegar ég kom fyrst í héraðið, var sú óvenja nokkuð algeng,
að konur vildu ekki leggja börn sin á brjóst. Þannig skrifaði ein ljós-
móðir í ársskýrslur sinar, 1918 og 1919, að af 9 konum, sem hún sat
yfir þau ár, hefði engin viljað leggja barnið á brjóst. Ég' sá að þetta