Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1929, Side 125
í skýrslu þeirri um Jjerklaveiki í Berufjarðarhéraði, sem ég sendi
landlækni1) samkvæmt fyrirspurn hans í jan. f. ár, get ég þess, sem
mér þá var kunnugt um veikina og háttalag hennar í héraðinu. En
mér var það þá þegar ljóst, að til þess að fá sæmilega vitneskju um
ástandið, þurfti sérstakrar rannsóknar við. Ég framkvæmdi slika rann-
sókn á síðastliðnu sumri og hausti og gerði Pirquetspróf á héraðs-
húum, og skal nú skýrt l'rá árangri hennar.
í ofangreindri skýrslu minni til landlæknis gat ég um hin sýktu
heimili í hreppunum og sjúklingafjölda. Síðan hefi ég fengið ýmsa
nánari og gleggri vitneskju um útbreiðslu veikinnar á heimilunum,
og án þess að ég ætli að endurtaka það, sem þar er sagt, vil ég gefa
stutt yfirlit yfir útbreiðslu hennar síðustu 25 árin.
Útbreiðsla veikinnar síðustu 25 ár.
Geithellnahreppur (-4- Djúpivogur). A Þvottá eru skráðir sjúkl.
1914, 1915 og 1917, einn sjúkl. hvert árið. Systir eins þeirra er á
Holti, Djúpavogi (sjá ibid.). A Starmýri eru skráðir sjúkl. 1912,
1914, 1923, 1926 og 1929, einn hvert árið, þrír þeirra á lífi, á heim-
ilinu. Á Flugustöðum er skráður sjúkl. 1914 og 1917 (sami) og' ann-
ar 1918. I Markúsarseli er skráður 1 sjúkl. 1914, endurskráður 1915
og' 1917. Á Hofi er skráður sjúkl. 1913, dó 1914. 1920 dó þar sjúkl.
úr berklaveiki. 1921 og 1927 skráð 2 börn bóndans, og 1930 uppeld-
issonur þeirra. I Múla. 1907 er þar skráður sjúkl., hinn sami og 1914
á Þvottá. 1915 kona annars bóndans, 1916 bóndinn og annar sjúkl.,
1918, 1919, 1921, 1925, 1927 og 1928, einn sjúkl. hvert árið, þar af 2
börn bóndans. Ennfremur dó þar kona hins bóndaris úr Tb. Á Hæru-
kollsnesi er skráður sj. 1917. í Kambsseli er skráður sjúkl. 1921 og
1922 dóttir hans. Ennfremur dvaldi þar einn sjúkl. (skráður 1918 ann-
ars staðar). Á Geithellum skráður sjúkl. 1914 (á lífi) og á Hamri 1
sjúkl. 1914. I Borgargarði er 1913 og 1914 skrás. 2 sjúkl., 1929 dóttir
bóndans og 1930 kona hans; þau höfðu verið á Starmýri (hún skrásett
þar 1923). Á Strýtu dó sjúkl. 1915 og á Búlandsnesi var veikin en vant-
ar nánari vitneskju.
Djúpivogur. í Borgargerði eru skrásettir 2 bræður 1921 og 1927,
1) Hún hefir ekki komið til skila.