Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 10
Lögreglumenn taka mann höndum í Traðarkotssundi í Reykjavík. Sjónvarpsvélar fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LÖGREGLAN „Þessar niðurstöður voru í nokkru samræmi við það sem við bjuggumst við og það sem hefur komið í ljós í sambærilegum rannsóknum erlendis,“ segir Katrín Ingvarsdóttir, sem vann ásamt Hildigunni Einarsdóttur rannsókn á viðhorfi Íslendinga gagnvart búk- myndavélanotkun lögreglumanna. Rannsóknin er lokaverkefni í lögreglu- og löggæslufræðum við Háskólann á Akureyri. Tæplega þrjú þúsund manns svöruðu spurningum Katrínar og Hildigunnar og voru konur í meiri- hluta þegar kom að þátttakendum. „Þetta er mjög svipað niðurstöð- unum sem komu í ljós í Bandaríkjun- um en það var kannski örlítið stærra hlutfall sem fannst þetta jákvætt skref. Þetta gaf góða vísbendingu um álit Íslendinga á þessu málefni,“ segir Katrín um könnunina. Rúmlega níutíu prósent viðmæl- enda töldu notkun slíkra mynda- véla auka traust almennings á störfum lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók í notkun fjörutíu búkmynda- vélar árið 2019 en þá voru fimm ár frá fyrstu tilraun til notkunar slíks búnaðar á Íslandi. Fram kemur í rannsókninni að árið 2016 hafi tíu búkmyndavélar verið keyptar fyrir lögregluna í Reykjavík. Í  niðurstöðum könnunarinnar kom fram að 90,2 prósent töldu notkun búkmyndavéla auka traust almennings til lögreglunnar og 85,3 prósent að það myndi skila sér í bættri framkomu lögreglunnar í garð almennings. Sambærilegt hlutfall taldi að með búkmyndavél væri lögreglan líklegri til að axla ábyrgð á störfum sínum og töldu 92,5 prósent þátt- takenda að lögreglan ætti að nota búkmyndavélar í auknum mæli og 94,4 prósent að búkmyndavélar gætu aðstoðað við rannsókn saka- mála. „Það vakti athygli okkar að sumir vissu ekki hvað þetta væri og að þetta væri að einhverju leyti í notkun á Íslandi,“ segir Katrín, en í niðurstöðunum kom fram að aðeins 12,5 prósent þátttakenda töldu búk- myndavélanotkun brjóta að ein- hverju leyti gegn friðhelgi einkalífs. Á sama tíma töldu 75,3 prósent að myndefni búkmyndavélanna ætti aldrei að vera aðgengilegt almenn- ingi eða fjölmiðlum, 85,4 prósent töldu að lögreglumenn ættu ekki að hafa heimild til að ráðstafa hve- nær kveikt væri á myndavélunum og hvenær væri slökkt og 61 prósent voru ekki sammála því að slökkva ætti á myndavélum þegar lögreglu- þjónar koma inn á heimili fólks. Þá töldu 86 prósent viðmælenda þeirra að notkun búkmyndavéla myndi auka gagnsæi lögreglunnar og rúm 56 prósent að þörf væri á auknu utanaðkomandi eftirliti með störfum íslensku lögreglunnar. Um 78 prósent töldu að búk- myndavélar myndu koma í veg fyrir að lögreglumenn myndu beita einstaklinga úr minnihlutahópum mismunun í starfi. Hægt er að nálgast verkefni Hildi- gunnar og Katrínar á vef Skemm- unnar, skemman.is. kristinnpall@frettabladid.is Langflestir vilja aukna búkmyndavélanotkun Yfir níutíu prósent þátttakenda í nýrri rannsókn við Háskólann á Akureyri voru fylgjandi því að lögreglan yki notkun búkmyndavéla. Um þrjú þúsund manns tóku þátt. Niðurstöðurnar eru í takti við svör í könnunum erlendis. Það vakti athygli okkar að sumir vissu ekki hvað þetta væri og að þetta væri að ein- hverju leyti í notkun á Íslandi. Katrín Ingvars- dóttir BANDARÍKIN Joe Biden Banda ríkja- for seti f lutti ræðu frá Was hington á Öryggis ráð stefnunni í München í gær, þar sem hann til kynnti að ein angrunar stefna for vera hans, Donalds Trump, heyrði sögunni til. Banda ríkin væru komin aftur til leiks og þyrftu að sanna fyrir heims byggðinni að lýð ræði væri ekki liðið undir lok, þrátt fyrir að ráðist hefði verið gegn því, bæði í Banda ríkjunum og í Evrópu. For setinn sagði að nú stæði yfir bar átta um fram tíð stjórnar- fars heimsins, milli ein veldis og lýð ræðis, um bestu leiðina til að mæta þeim á skorunum sem fyrir mann kyninu standa. Biden vill styrkja sam starf við banda lags ríki til að mæta upp gangi Rúss lands og Kína á sviði al þjóða mála, en ný lega undir ritaði Evrópu sam- bandið fjár festingasamninga við kín versk stjórn völd. Vilja leið togar þess styrkja sam skiptin við Kína, einkum er varðar við skipti. – Þp Banda ríkin standi vörð um lýð ræðið Sam skipti Banda ríkjanna við banda menn í Evrópu versnuðu mjög í stjórnar tíð for vera Bidens, en nú leitast hann eftir því að lag færa þau. FRÉTTA BLAÐIÐ/EPAEPA MJANMAR Tvítug kona, sem skotin var í höfuðið af lögreglu í mótmæl- um gegn valdaráni hershöfðingja í Mjanmar, lést af sárum sínum í gær. Talið er að hún sé fyrsta manneskja sem fellur í mótmælum gegn valda- ráninu 1. febrúar. Fjölmenn mótmæli hafa farið fram víða um landið en lögreglan og herinn hafa beitt hörku til að freista þess að brjóta þau á bak aftur. – þp Mótmælandi látinn í Mjanmar Mya Thwate Thwate Khaing var skotin af lögreglu 9. febrúar í höfuðborg Mjanmar, Nay Pyi Taw. 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.