Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 16

Fréttablaðið - 20.02.2021, Side 16
Þegar liggur fyrir hvernig mótahaldi verður háttað sumarið 2022 getum við haldið áfram að ræða við aðila á markaði. Orri Hlöðversson, formaður ÍTF ÍSLENSKI BOLTINN Orri Hlöðversson tók við sem formaður Íslensks topp- fótbolta á aðalfundi samtakanna í vikunni. Orri, sem er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru. Samtökin gæta hagsmuna þeirra félaga sem leika í efstu deild. Aðspurður segir Orri tvö mál vera efst á baugi þessa stundina. Það séu mótafyrirkomulag í efstu deild karla og sjónvarpsrétturinn. „Fyrir komandi ársþing liggja til- lögur um framtíðarmótafyrirkomu- lag í efstu deild karla. Það eru allir þeir sem ég hef talað við sammála um það að þurfi að fjölga leikjum en svo eru mismunandi skoðanir á því hvaða leið sé vænlegust. Að mínu mati er skynsamlegt að fækka þeim kostum og skýra stöðuna betur. Það er allavega gott að skynja samstöð- una sem er um að fjölga leikjum og færa okkur nær þeim þjóðum sem við berum okkur saman við,“ segir Orri í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það liggur fyrir hvernig mótahaldi verður háttað sumarið 2022 getum svo við haldið áfram þeirri vinnu að ræða við aðila á markaði um sölu á sjónvarpsrétt- inum. Samningur um sýningarrétt- inn rennur út í haust, eftir tímabilið og vinna við að kanna hvaða kostir eru í boði er komin í fínan farveg. Nú er svo bara að koma þeim viðræðum áfram og þegar ákveðið hefur verið hvernig mótið verður erum við komnir með fastara land undir fætur í viðræðunum. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir félögin sem eru í samtökunum,“ segir for- maðurinn enn fremur. „Samtökin eru að slíta barns- skónum og nú þarf að móta fram- tíðarmódel þeirra. Eins og staðan er núna er einn launaður starfs- maður, sem er framkvæmdastjór- inn, en formennska er sjálf boða- liðastarf. Það er ekkert sem ég set fyrir mig en það væri þess vert að skoða það hvort heillavænlegt væri að færa fleiri verkefni á herðar ÍTF. Því þyrfti hins vegar að sjálfsögðu að fylgja fjármagn og mannafli. Eins og staðan er núna stendur fjármagn frá KSÍ og aðildargjald félaganna undir rekstri samtakanna. Þessi blanda er að mínu mati best og svo er spurning hversu stóra sneið af kökunni KSÍ og félögin taka að sér. Það er eitthvað sem þarf að ræða og komast að samkomulagi um. Sam- starfið við KSÍ hefur verið gott og ég á ekki von á breytingu á því.“ – hó Vill færri breytingartillögur á mótinu KÖRFUBOLTI Íslenska karlalandslið- ið í körfubolta lýkur í dag keppni á fyrsta stigi í undankeppni fyrir HM sem haldið verður árið 2023. Andstæðingur íslenska liðsins í lokaumferðinni verður Lúxemborg en fyrir þennan leik hefur Ísland nú þegar tryggt sér sæti í næsta stigi undankeppninnar. Það gerði liðið með því að leggja Slóvakíu að velli á nokkuð sannfærandi hátt á mið- vikudaginn var. Þar lék Jón Axel Guðmundsson við hvurn sinn fingur auk þess sem Tryggvi Snær Hlinason var einkar öflugur á báðum endum vallarins. Ísland og Lúxemborg mættust í fyrri leik sínum í forkeppninni í lok nóv- ember síðastliðnum. Þá fór íslenska liðið með sigur af hólmi. – hó  Mæta án pressu í lokaumferðina Jón Axel hefur leikið afar vel i for- keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÍSLENSKI BOLTINN Fjögur lið sem tóku ekki þátt í deildarkeppni í meistaraf lokki kvenna í knatt- spyrnu á síðasta keppnistímabili munu leika í 2. deildinni í sumar.  Mótanefnd knattspyrnusambands Íslands hefur birt drög að leikja- dagskrá 2. deildarinnar fyrir tíma- bilið. Alls eru 33 lið skráð til leiks í Íslandsmótið þetta árið. Það er fjölgun um fjögur lið á milli ára. Liðin fjögur sem bætast við eru Einherji Vopnafirði sem tók síðast þátt í deildarkeppni kvennamegin árið 2018, KH sem var með lið árið 2016, SR sem hefur ekki áður haft á að skipa kvennaliði og KM sem er nýtt lið. Fyrirkomulagi 2. deildarinnar hefur verið breytt en leikin verður einföld umferð og þar eftir spiluð fjögurra liða úrslitakeppni. – hó Fjögur ný lið skráð til leiks KRAFTLYFTINGAR Akureyringurinn Sóley Margrét Jónsdóttir, sem kepp- ir fyrir hönd Breiðabliks, náði að fylgja eftir góðum árangri undan- farinna ára þegar hún setti fimm ný Íslandsmet, sex unglingamet og tvö Norðurlandamet á Reykjavíkur- leikunum í síðasta mánuði. Þetta var aðeins annað mót Sóleyjar að undanförnu en kórónaveirufarald- urinn hefur sett strik í reikninginn í kraftlyftingum og hefur komið í veg fyrir hefðbundið mótafyrirkomulag í greininni líkt og öðrum greinum. „Þetta var annað mótið sem ég gat tekið þátt í á löngum tíma en í hefðbundnu árferði hefðu þetta lík- legast verið um tíu mót. Ég átti að vera búin að fara að minnsta kosti þrisvar utan að keppa, en í staðinn hef ég bara einbeitt mér að æfingum og bætingum. Núna stendur yfir rólegt tímabil en svo fer allt á fullt fyrir EM í bekkpressu í Rússlandi í sumar, ef mótið fær að fara fram. Það eru mörg mót á dagskránni og flest þeirra í útlöndum en það á eftir að koma í ljós hvort þau fái að fara fram.“ Á dagskránni hjá Sóleyju á þessu ári stendur til að taka þátt í áður- nefndu EM í bekkpressu ásamt heimsmeistaramóti U23 í Rúmeníu og heimsmeistaramóti fullorðinna í Noregi undir lok ársins. Það er því afar spennandi ár fram undan hjá kraftlyftingakonunni ef faraldur- inn fer að lægja. Aðspurð hvort að árangurinn á Reykjavíkurleikunum hafi farið fram úr væntingum, var hin metn- aðarfulla Sóley ekki á því, enda voru keppnisaðstæður í Sporthúsinu þann daginn ekki upp á það besta. „Í aðdraganda mótsins var helsta markmiðið hjá mér að bæta hné- beygjumetið sem tókst. Mér tókst að bæta fyrra metið um 42 kíló. Þetta mót gekk samt ekkert allt eins og í sögu, það var fullkalt inni sem gerði manni erfitt fyrir, “ segir Sóley, sem lenti í óheppilegu atviki á loka- degi mótsins. „Ég lenti í því óheppilega atviki að brjóta tvær tær í upphitun fyrir rétt- stöðulyftuna sem var síðasta grein mótsins. Það setti ákveðið strik í reikninginn,“ segir hún hlæjandi. „Ég reyndi að gleyma sársaukanum og fór ekkert úr skónum þar til mótið var yfirstaðið. Með því tókst mér að klára mótið,“ segir Sóley, sem bætti Íslandsmet í réttstöðu- lyftu í f lokki U23 þrátt fyrir brotin. Stutt er síðan Sóley var kosin kraftlyftingakona ársins 2020 en hún keppir bæði í unglinga- og full- orðinsf lokki. Hún varð Evrópu- meistari þrjú ár í röð frá 2017  til 2019 í f lokki U18 og heimsmeistari í sama f lokki árið 2019 og er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá þessari öf lugu kraftlyftinga- konu. Hún tók undir að það væri viðurkenning en á sama tíma hvatn- ing að fá nafnbótina Kraftlyftinga- kona ársins undanfarin tvö ár. „Algjörlega. Það var mikil hvatn- ing að vera kosin Kraftlyftingakona ársins og hvetur mann áfram.“ Sóley, sem vinnur sem sjúkraliði í heimahjúkrun hjá Reykjavíkur- borg, ákvað á síðasta ári að flytja til Reykjavíkur og keppir þessa dagana fyrir hönd Breiðabliks. Aðspurð sagðist hún vera ánægð með að hafa tekið þetta skref. „Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun. Aðstæðurnar eru frá- bærar, gott umhverfi og góður félagsskapur. Fyrir vikið er þetta mjög hvetjandi. Eina eftirsjáin er að fjölskyldan varð eftir fyrir norðan og það er smá söknuður eftir þeim.“ kristinnpall@frettabladid.is Bætti Íslandsmet þrátt fyrir að hafa brotið tær í upphitun Kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir bætti fimm Íslandsmet og tvö Norðurlandamet á Reykja- víkurleikunum, þrátt fyrir að tábrotna fyrir lokagreinina. Þessi nítján ára aflraunakona hefur undanfar- in tvö ár verið kosin kraftlyftingakona ársins og hefur verið í sérflokki í sínum aldursflokki á heimsvísu. Sóley Margrét er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari í unglingaflokki. MYND/JENS ANDRI FYLKISSON EXTRA GOTT VERÐ Í TILEFNI KONUDAGSINS Gerðu vel við konuna í þínu lífi! AKUREYRI · BARÓNSSTÍG · REYKJANESBÆ Rósavöndur 7 stk. í vendi 999KR. Ég lenti í því óheppilega atviki að brjóta tvær tær í upp- hitun fyrir réttstöðulyftuna. Sóley Margrét Jónsdóttir 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.