Fréttablaðið - 20.02.2021, Qupperneq 28
Elskaði að miðla þekkingu
Kristín ætlaði sér alltaf í kvikmyndir
en það er ekki alltaf auðvelt að fjár-
magna og gera mynd. Hún og eigin-
maður hennar, Sigurður Pálsson
heitinn, framleiddu tvær stórar
kvikmyndir, tvær myndir hjá sjón-
varpinu og stuttmyndir svo fátt eitt
sé nefnt, en aðspurð segist Kristín
halda mikið upp á tónlistarmynd-
band sem hún gerði með Björk og
Sykurmolunum.
„Meðfram kvikmyndanáminu í
Frakklandi var ég alltaf að sanka að
mér þekkingu um leikhús. Maðurinn
minn var í leikhúsfræði svo það var
greiður aðgangur að ýmsu sem ég
hefði annars ekki haft.“
Sigurður lést svo árið 2017 eftir
að hann greindist með ólæknandi
krabbamein í brjósthimnu. Hann
varði síðustu árum sínum í að skrifa
ljóð og kenna nemendum í ritlist við
Háskóla Íslands listina við að lesa,
skrifa og hlýða á ljóð.
„Hann var orðinn ansi lasinn þá,
en það sem hann elskaði að miðla
og vera með nemendum sínum. Það
hélt í honum lífinu, held ég, miklu
lengur en ef hann hefði ekki haft
þessa stöðu í skólanum.“
Þegar ekki er hægt að róa
Í Kristínu lifði alltaf leikhústaug.
„Ég var alin upp í Ólafsfirði þar sem
amma mín og afi voru með leikhús
upp úr 1920 til 1930. Þau héldu uppi
einhverri lífshvatarstefnu þannig
að fólk sykki ekki í þunglyndi yfir
vetrarmánuðina þegar ekki var hægt
að róa.“
Kristín Þorsteinsdóttir, amma
hennar og nafna, sem hún er skírð
í höfuðið á, var listgefin kona sem
málaði, óf, skar út og gerði búninga
í leikhúsinu. Afi hennar, Þorvaldur
Sigurðsson, var útgerðarmaður sem
kom með ýmsar nýjungar. „Hann
bjó til teina til að f lytja fiskinn af
bryggjunni í hús. Þá var ekki lengur
þessi þrældómur að bera aflann.“
Var hann síðar gerður að sparisjóðs-
stjóra. „Sennilega því hann var eini
maðurinn í bænum sem fór í fram-
haldsnám.“ Það var þó ágætt að sögn
Kristínar, því hann var ekki hrifinn
af sjónum.
Amma Kristínar lagði annars
konar teina. „Hún var alltaf að láta
okkur krakkana leika leikrit og þetta
sat eftir í mér, þessi sáðkorn sem hún
ræktaði. Ég á margar góðar minn-
ingar um leikritin og búningana.
Hún hjálpaði okkur og lagði teinana
fyrir okkur en svo urðum við að
semja leikritin sjálf.“
Órar og martraðir
Og frá litla leikhúsinu á Ólafsfirði og
yfir í Borgarleikhúsið í Reykjavík.
„Þetta er það leikrit sem Arthur Mill-
er viðurkenndi að hann hefði skrifað
til að komast út úr realismanum, sem
hann er nú reyndar þekktastur fyrir
sem arftaki Ibsen. Upphafshugmynd
hans var að þetta færi allt fram í
höfðinu á sölumanninum. Þetta
væru órar og martraðir sem flakka
um í tíma og rúmi. Þetta eru víddir
sem renna sundur og saman.“
Aðalstartholan fyrir Kristínu var
tilvistarstefna franska heimspek-
ingsins Jean-Paul Sartre. Hún hafi
séð það strax þegar hún las verkið að
Arthur Miller hafi horft til þessarar
stefnu Sartre; þessa hlutskiptis sem
maðurinn er undirorpinn, að fæðast
án þess að biðja um það, skilyrtur af
þeim ákvörðunum sem hann tekur,
góðum eða vondum. Eina leiðin út
úr því er að neita að lifa. Allir leika
ákveðin hlutverk, eins og þjónn á
veitingahúsi.
„Grunnhugmyndin snýst um það
að þessari blekkingarhulu er svipt
af og menn standa í sinni nekt og
varnarleysi og brotna niður. Það er
átakanlegt og í þessu verki eru mikl-
ar tilfinningar sem byggja þetta upp.
Eftir stendur draumsýn sem hverfur
eins og sápukúla.“
Til varnar Lindu Loman
Í upphaflega leikritinu eru talsvert
fleiri karlpersónur en kvenpersónur.
Tvær konur koma við sögu, eigin-
konan og viðhaldið. Aðspurð hvort
henni þykir þetta karllægt verk segir
Kristín:
„Nú verð ég að útskýra fyrir þér
hvers vegna yngri bróðirinn breytt-
ist í stúlku,“ segir hún og vísar í
persónuna Happy, yngri son sölu-
mannsins Willy Loman, sem nú er
orðin dóttir í uppsetningu Borgar-
leikhússins.
„Þegar ég las þetta verk gat ég ekki
losnað við þessa hugmynd um að
þarna væri hlutskipti ungrar stúlku
inni á heimilinu algjörlega hunsuð,
því goðið, eldri bróðirinn, sem á
að sigra heiminn og græða alveg
ofboðslega mikið af peningum, fær
alla athyglina og það er allt gert fyrir
hann. Hún er alltaf sett til hliðar og
höfnunarsyndrómið er mjög mikið
að hrjá hana. Þannig að ég breytti
þessu snarlega.“
Sigrún Edda Björnsdóttir og
Jóhann Sigurðarson fagna 40 ára
leikafmæli sínu sem hjónin Linda
og Willy Loman. Persónan Linda
hefur ekki fengið sömu athygli og
sölumaðurinn sjálfur, en hún er án
efa ein flóknasta og áhugaverðasta
persóna sem Miller hefur skapað.
„Það var skemmtilegt að uppgötva
kjarnann í þessari konu sem er mjög
sterk, sjálfstæð og berst um á hæl
og hnakka að halda fjölskyldunni
saman. Hún er einhvern veginn í for-
svari fyrir fjölskylduna og kannski
fyrst og fremst fyrir eiginmann sinn
og þessa ást sem hún ber til hans.
Þrátt fyrir allt lætur hún ekki blekkj-
ast af þessum draumórum hans en
samt stendur hún eins og klettur
við hlið hans þegar börnin byrja
að gagnrýna hann. Hennar æðsta
takmark er að halda fjölskyldunni
saman.“
Segir hún hlutverk Lindu og Wil-
lys mjög lýsandi fyrir heimilislífið
á eftirstríðsárunum en á sama tíma
sé eitthvað óneitanlega nútímalegt
við hana. Linda er bókhaldari og
heldur utan um fjárhag heimilisins
en umönnunarþráin er eins sterk í
henni og gróðalöngun eiginmanns-
ins.
„Eins og skáld sem ég held mikið
upp á sagði: Heimilið er sæluhús sem
þú þarfnast fyrst og fremst þegar þú
kemur kalin heim.“
Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum sínum í Sölumaður deyr.
Kristín stýrir
nú fyrsta stóra
verkinu sem
frumsýnt er
í Borgarleik-
húsinu 2021,
Sölumaður deyr
eftir Arthur
Miller.
ÉG VAR ALIN UPP Í ÓLAFS-
FIRÐI ÞAR SEM AMMA MÍN
OG AFI VORU MEÐ LEIKHÚS
UPP ÚR 1920 TIL 1930.
↣
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð