Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 33

Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 33
Spennandi og umfangsmikil verkefni eru framundan hjá Regin hf. við stækkun eignasafnsins og þróun félagsins. Við leitum að öflugum aðila í lögfræðiteymið til að taka þátt í krefjandi og fjölbreyttum verkefnum. LÖGFRÆÐINGUR Helstu verkefni • Almenn lögfræðiráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta • Samningagerð við útleigu, kaup og sölu eigna • Vinnsla og úrlausn innheimtu- og vanskilamála • Samskipti við opinbera aðila og eftirlitsaðila • Þátttaka í uppbyggingu innra regluverks og stjórnarhátta • Þátttaka í eftirliti með framkvæmd verðbréfaviðskipta • Þátttaka í ýmsum starfs- og verkefnahópum • Starfið heyrir undir yfirlögfræðing félagsins Menntun og hæfni • Meistarapróf í lögfræði • Starfsreynsla sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla á sviði innheimtuúrræða kostur • Þekking og reynsla á sviði samninga-, fasteigna-, félaga- og fjármálamarkaðsréttar kostur • Geta til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir álagi • Jákvætt viðmót og geta til að vinna í teymi Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 115 fasteignir og er heildarstærð safnsins um 378 þúsund fermetrar. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Eir, Hömrum og Skjóli. Staðan er laus frá 1. júní nk. Framkvæmdastjóri er yfirmaður hjúkrunar og ber faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu heimilanna með hagsmuni og óskir íbúa að leiðarljósi. Framkvæmdastjóri ber einnig ábyrgð á samþættri heimaþjónustu í öryggisíbúðum Eirar og stuðningsþjónustu í Mosfellsbæ. Næsti yfirmaður er forstjóri. FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÚKRUNARSVIÐS – EIR, HAMRAR OG SKJÓL HJÚKRUNARHEIMILI Helstu verkefni og ábyrgð • Leiðandi í skipulagi og stefnumótun hjúkrunar og ber ábyrgð á gæða-, umbóta- og fræðslumálum heimilanna • Ber ábyrgð á daglegri stýringu verkefna á hjúkrunarsviðinu • Vinnur náið með framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs á sviði áætlunargerðar, eftirlits, rekstrar og starfsmannamála sem og öðrum málum er varða fjármál og útgjöld heimilanna t.d. þarfagreiningar, samskipti og samningagerð við verktaka og þjónustuaðila • Ber ábyrgð á að mönnun á hjúkrunardeildum sé í samræmi við mönnunarmódel og fullnægi kröfum þjónustunnar • Hefur eftirlit með innkaupum á hjúkrunarvörum og búnaði • Situr í framkvæmdaráði og fagráði heimilanna og stýrir fundum hjúkrunarráðs Menntunar og hæfnikröfur • B.Sc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá Embætti landlæknis • Framhaldsnám í stjórnun og/eða klínískri hjúkrun sem nýtist í starfi • Stjórnunarreynsla skilyrði • Framúrskarandi samskiptafærni • Frumkvæði • Framsýni Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 2. mars. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Með umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf ásamt afriti af starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.