Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 42

Fréttablaðið - 20.02.2021, Síða 42
Skólastjóri Borgarhólsskóla – Afleysing skólaárið 2021 - 2022 Sveitarfélagið Norðurþing leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi stjórnanda með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna grunnskóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólinn nýtir uppeldisstefnuna Jákvæður agi og teymiskennslu. Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skóla- starfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans http:// www.borgarholsskoli.is Starfslýsing Um er að ræða 100% starf skólastjóra til eins árs skólaár- ið 2021 – 2022. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst. Menntunar- og hæfniskröfur • Leyfi til að nota starfsheitið kennari. • Reynsla af stjórnun og/eða faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í grunnskólastarfi • Kennslureynsla á grunnskólastigi • Þekking og reynsla af teymiskennslu • Þekking á uppeldisstefnunni Jákvæður agi • Góð almenn tölvukunnátta. • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verk- efnum. • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um um- sagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsókn sendist á jon@nordurthing.is merkt: Borgarhóls- skóli – Umsókn um stöðu skólastjóra. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að um- sóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi Norðurþings, í síma 464 6123, netfang: jon@nordurthing.is Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2021 Óskum eftir að ráða sölumann í verslun Hegas ehf. heildverslun, er að leita eftir fjöl- hæfum og áhugasömum framtíðar starfsmanni sem er samviskusamur, vandvirkur, jákvæður og stundvís. Þekking á innréttingaframleiðslu kostur. Umsækjandi þarf að hafa þjónustulipurð, almenna tölvukunnáttu og tala íslensku. Starfslýsing: • Sala og afgreiðsla til viðskiptavina í verslun og gegnum síma. • Alhliða ráðgjöf um efnisval o.fl. Áhugavert og krefjandi starf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Upplýsingar um fyrirtækið má sjá á heima- síðunni okkar www.hegas.is Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir fyrir 15. febrúar 2021 á netfang hegas@hegas.is kopavogur.is Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum mannauðsráðgjafa. Mannauðsráðgjafi starfar á velferðarsviði en situr einnig í teymi mannauðsráðgjafa á miðlægri mannauðsdeild. Vel- ferðarsvið skiptist í fjórar fagdeildir; þjónustudeild aldraðra, þjónustudeild fatlaðra, ráðgjafar- og íbúðadeild og barnavernd auk rekstrardeildar. Stöðugildi á velferðarsviði eru um 200 á 15 starfs- einingum. Mannauðsráðgjafi heyrir undir sviðsstjóra en mun hafa náið samstarf við mannauðsdeild á stjórnsýslusviði. Helstu verkefni og ábyrgð · Ráðgjöf við stjórnendur á sviði mannauðsmála allt frá ráðningum til starfsloka. · Framkvæmd mannauðsmála og stuðningur við stjórnendur, m.a. á sviði ráðninga, starfs- þróunar, þjálfunar og fræðslu og samskipta. · Þátttaka í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu starfsánægjukannana og umbótaverkefnum. · Skýrslugerð um ýmsa mælikvarða er varða mannauðsmál. · Þátttaka í stefnumótun og innleiðingu mannauðstengdra verkefna í samvinnu við mannauðsdeild. · Þátttaka í innleiðingu breytinga á starfsemi sviðsins og eftirfylgni. Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála. · Að lágmarki þriggja ára reynsla af ráðgjöf í mannauðsmálum, s.s. ráðningum, fræðslumálum, uppbyggingu liðsheildar, starfsþróun og samskiptamálum. · Reynsla af þátttöku við innleiðingu mannauðstengdra verkefna. · Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun við lausn verkefna. · Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður. · Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs, adalsteinn@kopavogur.is Mannauðsráðgjafi velferðarsviðs Kópavogs kopavogur.is Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf deildarstjóra nýrrar inn- kaupadeildar. Deildarstjóri er yfirmaður innkaupadeildar og gegnir forystuhlutverki í innkaupum hjá Kópavogsbæ. Innkaupadeild heyrir undir fjármálasvið sem hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Kópa- vogs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald. Deildarstjóri heyrir undir sviðsstjóra fjármálasviðs og starfar með stjórnendum á öllum sviðum Kópavogsbæjar. Helstu verkefni og ábyrgð · Uppbygging á nýrri innkaupadeild í samráði við sviðsstjóra og aðra stjórnendur. · Umsjón og eftirlit með samningagerð og annarri framkvæmd innkaupa, útboða og verðkannana á vegum bæjarins. · Stefnumótun og áætlanagerð varðandi innkaup hjá Kópavogsbæ. · Þjónusta, upplýsingagjöf og ráðgjöf við svið og stofnanir bæjarins vegna innkaupamála. · Umsjón og ábyrgð á að innkaup bæjarins séu í samræmi við lög og reglur sem um þau gilda. · Þróun innkaupaaðferða og rafrænnar stjórnsýslu á sviði innkaupamála. · Dagleg verkstjórn innkaupadeildar. Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólapróf í verkfræði, viðskiptafræði, vörustjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. · Þekking og reynsla af innkaupum. · Reynsla af því að leiða verkefni og vinna að umbótum. · Þekking á upplýsingakerfum á sviði innkaupa er kostur. · Þekking og reynsla af opinberum innkaupum er kostur. · Reynsla á sviði innkaupa í stórri rekstrareiningu er kostur. · Hæfni í mannlegum samskiptum og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni. · Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði, umbótavilji og metnaður. · Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Nánari upplýsingar veitir Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, palmi@kopavogur.is Deildarstjóri innkaupadeildar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.