Fréttablaðið - 20.02.2021, Qupperneq 42
Skólastjóri Borgarhólsskóla –
Afleysing skólaárið 2021 - 2022
Sveitarfélagið Norðurþing leitar að metnaðarfullum,
sjálfstæðum og drífandi stjórnanda með mikla þekkingu
og áhuga á skólastarfi.
Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna grunnskóli á
Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla
er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólinn nýtir
uppeldisstefnuna Jákvæður agi og teymiskennslu.
Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skóla-
starfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://
www.borgarholsskoli.is
Starfslýsing
Um er að ræða 100% starf skólastjóra til eins árs skólaár-
ið 2021 – 2022. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands
Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
• Reynsla af stjórnun og/eða faglegri forystu á sviði
kennslu og þróunar í grunnskólastarfi
• Kennslureynsla á grunnskólastigi
• Þekking og reynsla af teymiskennslu
• Þekking á uppeldisstefnunni Jákvæður agi
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verk-
efnum.
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir
samskiptahæfileikar og þjónustulund.
Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og
starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi
fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um um-
sagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja
um.
Umsókn sendist á jon@nordurthing.is merkt: Borgarhóls-
skóli – Umsókn um stöðu skólastjóra. Öllum umsóknum
verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að um-
sóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið
veitir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi Norðurþings, í
síma 464 6123, netfang: jon@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2021
Óskum eftir að ráða
sölumann í verslun
Hegas ehf. heildverslun, er að leita eftir fjöl-
hæfum og áhugasömum framtíðar starfsmanni
sem er samviskusamur, vandvirkur, jákvæður
og stundvís. Þekking á innréttingaframleiðslu
kostur. Umsækjandi þarf að hafa þjónustulipurð,
almenna tölvukunnáttu og tala íslensku.
Starfslýsing:
• Sala og afgreiðsla til viðskiptavina í verslun og
gegnum síma.
• Alhliða ráðgjöf um efnisval o.fl.
Áhugavert og krefjandi starf hjá traustu og
framsæknu fyrirtæki.
Upplýsingar um fyrirtækið má sjá á heima-
síðunni okkar www.hegas.is
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að
senda umsóknir fyrir 15. febrúar 2021 á netfang
hegas@hegas.is
kopavogur.is
Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum mannauðsráðgjafa. Mannauðsráðgjafi
starfar á velferðarsviði en situr einnig í teymi mannauðsráðgjafa á miðlægri mannauðsdeild. Vel-
ferðarsvið skiptist í fjórar fagdeildir; þjónustudeild aldraðra, þjónustudeild fatlaðra, ráðgjafar- og
íbúðadeild og barnavernd auk rekstrardeildar. Stöðugildi á velferðarsviði eru um 200 á 15 starfs-
einingum. Mannauðsráðgjafi heyrir undir sviðsstjóra en mun hafa náið samstarf við mannauðsdeild á
stjórnsýslusviði.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Ráðgjöf við stjórnendur á sviði mannauðsmála allt frá ráðningum til starfsloka.
· Framkvæmd mannauðsmála og stuðningur við stjórnendur, m.a. á sviði ráðninga, starfs-
þróunar, þjálfunar og fræðslu og samskipta.
· Þátttaka í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu starfsánægjukannana og umbótaverkefnum.
· Skýrslugerð um ýmsa mælikvarða er varða mannauðsmál.
· Þátttaka í stefnumótun og innleiðingu mannauðstengdra verkefna í samvinnu við mannauðsdeild.
· Þátttaka í innleiðingu breytinga á starfsemi sviðsins og eftirfylgni.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála.
· Að lágmarki þriggja ára reynsla af ráðgjöf í mannauðsmálum, s.s. ráðningum, fræðslumálum,
uppbyggingu liðsheildar, starfsþróun og samskiptamálum.
· Reynsla af þátttöku við innleiðingu mannauðstengdra verkefna.
· Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun við
lausn verkefna.
· Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður.
· Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars n.k.
Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs, adalsteinn@kopavogur.is
Mannauðsráðgjafi
velferðarsviðs Kópavogs
kopavogur.is
Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf deildarstjóra nýrrar inn-
kaupadeildar. Deildarstjóri er yfirmaður innkaupadeildar og gegnir forystuhlutverki í innkaupum hjá
Kópavogsbæ. Innkaupadeild heyrir undir fjármálasvið sem hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Kópa-
vogs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald. Deildarstjóri heyrir undir sviðsstjóra
fjármálasviðs og starfar með stjórnendum á öllum sviðum Kópavogsbæjar.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Uppbygging á nýrri innkaupadeild í samráði við sviðsstjóra og aðra stjórnendur.
· Umsjón og eftirlit með samningagerð og annarri framkvæmd innkaupa, útboða og
verðkannana á vegum bæjarins.
· Stefnumótun og áætlanagerð varðandi innkaup hjá Kópavogsbæ.
· Þjónusta, upplýsingagjöf og ráðgjöf við svið og stofnanir bæjarins vegna innkaupamála.
· Umsjón og ábyrgð á að innkaup bæjarins séu í samræmi við lög og reglur sem um þau gilda.
· Þróun innkaupaaðferða og rafrænnar stjórnsýslu á sviði innkaupamála.
· Dagleg verkstjórn innkaupadeildar.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólapróf í verkfræði, viðskiptafræði, vörustjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
· Þekking og reynsla af innkaupum.
· Reynsla af því að leiða verkefni og vinna að umbótum.
· Þekking á upplýsingakerfum á sviði innkaupa er kostur.
· Þekking og reynsla af opinberum innkaupum er kostur.
· Reynsla á sviði innkaupa í stórri rekstrareiningu er kostur.
· Hæfni í mannlegum samskiptum og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
· Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði, umbótavilji og metnaður.
· Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars n.k.
Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Nánari upplýsingar veitir Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, palmi@kopavogur.is
Deildarstjóri
innkaupadeildar