Fréttablaðið - 20.02.2021, Page 77
HELDURÐU AÐ ÞÚ
EIGIR EFTIR AÐ VERÐA
GRÖNN OG FALLEG AFTUR EINS
OG ÞÚ VARST ÁÐUR?
ÞAU VORU SVO
GLÆSILEG AÐ ÁHEYR-
ENDUR TÓKU ANDKÖF Á
TÓNLEIKUNUM.
TÓNLIST
Verk eftir Liszt, Urbancic,
Speight og Ravel
Salurinn í Kópavogi
þriðjudaginn 9. febrúar
Píanóleikararnir Peter Máté
og Aladár Racz fluttu Concerto
Path etique fyrir tvo flygla eftir
Franz Liszt
Ég hafði útvarpið í gangi á leiðinni á
tónleikana, eitthvert poppgarg var
spilað sem samanstóð af öskri, vél-
rænum endurtekningum, fábrotn-
um hljómagangi og drunum. Maður
hugsaði: Mikið er nú gott að vera að
fara að hlusta á alvöru tónlist, það
er að segja klassíska.
Máttlaust og klisjukennt
En það sem boðið var upp á í
Salnum í byrjun tónleikanna var
bara ekkert betra. Liszt var vissu-
lega stórbrotið tónskáld og eftir
hann liggja ódauðlegar tónsmíðar.
Concerto Pathetique er ekki í þeim
f lokki. Tónlistin einkennist af
leitandi laglínum sem hitta aldrei í
mark, og úrvinnsla þeirra er mátt-
laus og klisjukennd. Talsvert er um
yfirborðslega fingrafimi, alls konar
tónarunur, og ægileg heljarstökk,
en þau hafa engan tilgang. Ekkert
af þessu nær að breiða yfir skortinn
á innblæstrinum.
Liszt hlýtur að hafa verið fullur
þegar hann samdi þetta.
Út vil ek
Næsta verk var ekki betra. Það var
mjög andlaus útsetning eftir Victor
Urbancic á Vínarvalsi eftir Strauss.
Herlegheitin voru lítið annað en
innantóm sýndarmennska tóna-
hlaupa upp og niður hljómborð
f lyglanna, án þess að eitthvað viti
borið gerðist í framvindu og upp-
byggingu tónlistarinnar.
Þegar hér var komið sögu var
ekki laust við að mann langaði til
að ganga á dyr.
Heitar tilfinningar
Þeir félagar, Peter og Aladár, eru
samt færir píanóleikarar, mikil
ósköp. Og það var gott að að hlýða
á þá f lytja tónsmíð eftir John A.
Speight, sem var næst. Hún var
dálítið kuldaleg á yfirborðinu, en
undir niðri voru heitar tilfinningar.
Einn kaf linn hét Noktúrna,
það er næturljóð; þar mátti heyra
endurómun af Chopin. Hann var
óneitanlega meistari næturljóðs-
ins. Hér var Chopin hins vegar
umvafinn fjarrænni stemningu, í
allt öðru samhengi en hann sjálfur
setti stefin sín í. Útkoman, bæði í
þessum kafla og verkinu í heild, var
litrík og full af skáldskap. Fágaður
píanóleikurinn átti þar stóran hlut
að máli.
Áhorfendur tóku andköf
Best af öllu var lokatónsmíðin, La
Valse eftir Ravel. Það er meistara-
verk, gætt ævintýralegum átökum
og spennandi tilþrifum. Þau voru
svo glæsileg að áheyrendur tóku
andköf á tónleikunum. Spila-
mennskan var frábær, hárnákvæm
og einbeitt, snörp og djörf, svo mjög
að unaður var á að hlýða. Mikið
hefði verið gaman ef allt á efnis-
skránni hefði verið svona gott.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Tónleikarnir byrjuðu
mjög illa, en enduðu þeim mun betur.
Tapað fyrir
poppgarginu
Peter og Aladár, eru færir píanóleikarar, segir Jónas Sen. MYND/AÐSEND
BÆKUR
Tengdadóttirin II –
Hrundar vörður
Guðrún frá Lundi
Fjöldi síðna: 454
Útgefandi: Mál og menning
Hrundar vörður er annað bindið
í Tengdadótturinni, þríleik Guð-
rúnar frá Lundi. Í fyrstu bókinni
kynntist lesandinn Þorgeiri, ungum
fátækum pilti, sem kvongast tvisvar
til fjár og sest að á Hraunhömrum
þar sem heimilislífið einkennist af
þögn og drunga. Nú er komið að því
að segja sögu sonar Þorgeirs, Hjálm-
ars. Hann heillast af Ástu, fátækri
stúlku, en faðir hans ætlar honum
að kvænast til fjár, eins og hann
sjálfur gerði og þykist hafa komið
auga á heppilega
konu, Sigurf ljóð.
Sú er tólf árum
eldri en Hjálmar
sem vill hana ekki
sem eig i n konu ,
e n l æ t u r l ok s
undan og trúlof-
ast henni. Ásta er
barnshafandi eftir
Hjálmar þannig
að staðan er æði
snú in. K annsk i
ekki undarlegt að
Hjálmar dreymi
u m að komast
burt til Noregs.
Líkt og fyrsta
bókin í þríleikn-
um er Hrundar
vörður skemmti-
leg af lestrar. Guðrún dýpkar per-
sónuleika Gunnhildar, seinni konu
Þorgeirs. Hún er einnig í essinu sínu
þegar kemur að Sigurfljóð, sem er
rösk og ákveðin og ekki tilbúin að
gefa frá sér drauma um húsmóður-
hlutverk á Hraunhömrum. Þegar
öll sund sýnast lokuð tekur Sigur-
f ljóð síðan alls óvænta ákvörðun
sem slær vopn úr höndum annarra
sögupersóna. Seinni hluti sögunnar
þegar Sigurfljóð og Ásta takast á er
beinlínis spennandi. Þeir kaf lar
lyfta sögu sem er stundum í full
miklum hægagangi.
Guðrúnu tekst ekki vel upp þegar
kemur að persónugerð karlmann-
anna. Bæði Þorgeir og Hjálmar eru
þokukenndir og kvenhylli hins
síðarnefnda virkar einkennilega
því heldur er hann óspennandi og
stundum æði durtslegur, eins og
þegar hann segir við
Ástu þegar farið er
að sjá á henni á með-
göngunni: „Held-
urðu að þú eigir eftir
að verða grönn og
falleg aftur eins og
þú varst áður?“
Hjátrú og fyrir-
boðar eru vitanlega á
sínum stað og sömu-
leiðis slúður og rætin
ummæli fólks um
aðra.
Þegar f y rsta og
annað hefti Tengda-
d ó t t u r i n n a r e r u
borin saman blasir
við að Guðrún frá
Lund hefði haft gott
af ritstýringu því frá-
sögnin er á köf lum
endurtekningarsöm. Vel hefði
mátt stytta og þétta. Bækurnar eru
þó skemmtilegar aflestrar, sérstak-
lega annað bindið, og til þess var
leikurinn einmitt gerður.
Kolbrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Skemmtileg saga um
ástarþríhyrning. Seinni hlutinn þar
sem tvær konur, sem elska sama
manninn, takast á, er einkar vel gerður.
Ástarþríhyrningurinn
Ólafur Kjartan
& Bjarni Frímann
19. mars 2021
kl. 20 í Norðurljósum
Takmarkað sætaframboð · Tryggið ykkur miða á harpa.is
Söngskemmtun
Íslensku
óperunnar
f wg g
.
I
U
M W
W
T
p
ww n
g b .
w
w g b
pw
w
ng b .
p
w
w ng b .
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 45L A U G A R D A G U R 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1