Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 7
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíðarfarið á árinu 1948 var samkvæmt skýrslu Veðurstofunnar
frekar óhagstætt. Loftvægið var um meðallag'. Meðalhiti ársins var um
%° yfir meðallagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var ríflega í
nieðallagi. Úrkoma var í rúmu meðallagi. Veturinn 1947—1948 (des.—
marz) var yfirleitt óhagstæður og snjóþyngsli mikil, nema á Suður-
landi, en þar var lítið um snjó framan af. Bráðar leysingar, sem gerði
um land allt síðara hlutann, urðu víða til tjóns. Meðalhiti var um
2° umfram meðallag og úrkoma 20% meiri en í meðallagi. Vorið
(apríl—maí) var milt framan af, og gróður lifnaði snemma, en hann
kulnaði út vegna þurrka og kulda, svo að í maí var nálega gróður-
laust. Hiti var nálega 1° undir meðallagi og úrkoma 10% minni en
meðallag. Sumarið (júní—sept.) var víðast hagstætt til heyskapar,
en spretta rýr. Síðara hlutann var þó stirð heyskapartíð á Norður- og
Norðausturlandi, og urðu hey þar sums staðar úti. Hiti var í tæpu
meðallagi og úrkoma um 30% undir meðallagi. Sólskinsstundir í
Reykjavík voru 12 fleiri en meðaltal 20 sumra, en á Akureyri voru
40 fleiri sólskinsstundir en meðaltal 15—17 sumra. Haustið (okt.—
nóv.) var frekar óhagstætt til útiverka. Hiti var um meðallag og úr-
koma 10% umfram meðallag. Snjór var með minna móti og hagar
í meðallagi.
Atvinnu- og viðskiptamál voru í svipuðu horfi á árinu og á næst-
liðnu ári, en þó öllu rýmra um erlendan gjaldeyri. Allt fyrir það var
vorueftirspurn innanlands iniklu meiri en svo, að henni yrði full-
nægt, og leiddi það til óheillavænlegrar svartamarkaðsverzlunar.
Skönimtun nauðsynjavarnings, sem upp var tekin á síðastliðnu ári,
var haldið áfram, en entist þó ekki til að viðhalda jafnri vörudreif-
^ngu. Atvinnuskortur yfirleitt ekki tilfinnanlegur. Kaupgjald ófaglærðs
verkafólks hækkaði lítillega (um 8%), en laun fastlaunafólks stóð í
stað. Vísitala framfærslukostnaðar var í janúar 319, en hækkaði enn
n árinu og nam í desember 326. Meðalverðlagsvísitala ársins var
421,5, en 315 árið fyrir.
Læknar láta þessa getið:1)
Hafnarfj. Almenn afkoma yfirleitt góð. Atvinna sæmileg. Síldveiðin
1) Ársskýrslur (yfirlitsskýrslur) hafa ekki borizt úr Álafoss, Kleppjárnsreykja,
Stykkishólms, Flateyjar, Siglufj, Breiðumýrar, Húsavikur, Kópaskers, EgilsstaSa,
Bakkagerðis og Eskifj.