Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 8
6
í Hvalfirði, sem byrjaði í nóvember 1947, stóð til febrúarloka þessa
árs og færði sjómönnum miklar tekjur. Þó má sjá það af öllu, að
peningaflóð stríðsáranna er að fjara út.
Akranes. Árferði gott tií landsins. En það, sem háir búskapnum
nú eins og undanfarin ár, er fjárpestin, mæðiveikin, sem hefur eytt
mörg bú að miklu leyti af sauðfé. Ber sauðfjárslátrunin því vitni.
Undanfarin ár hefur verið slátrað hér á Akranesi rúmlega 3000 fjár,
en á þessu hausti rúmlega 1900 fjár. Árferði til sjávarins var ekki
gott. Að vísu veiddist Hvalfjarðarsíldin fram í febrúarlok, en vetrar-
vertíðin var með lakara móti. í marz, sem er talinn bezti mánuður ver-
tíðarinnar, voru stirðar gæftir, en síðan, er veður batnaði í apríl og
maí, var rýr veiði. Síldveiðin fyrir Norðurlandi brást og, sem kunnugt
er, en þangað sóttu margir bátar héðan. Síldveiði í Faxaflóa brást
einnig, en þeirrar síldar er einkum aflað til beitu á vertíðinni. Loks
brást svo Hvalfjarðarsíldin, sem vonazt var eftir, úr því að kom fram
í nóvember. Þrátt fyrir atvinnuleysi af þessum sökum er þó ekki hægt
að tala hér um skort eða bágindi.
Borgarnes. Árferði sæmilegt og afkoma góð í sveitum, nema hvað
fjárveiki veldur sömu búsifjum og undanfarin ár. Útgerð i Borgar-
nesi var rekin með stórtapi fyrir eigendur og lélegu kaupi fyrir
sjómenn.
Ólafsvíkur. Vetrarvertið tæplega í meðallagi. Sumar- og haustvertíð
ágæt.
Búðardals. Veðrátta með afbrigðum góð á árinu. Afkoma manna
svipuð og undanfarin ár og ekki betri.
Reykhóla. Afkoma manna má yfirleitt teljast góð.
Bíldudals. Fiskafli góður allt árið fram í september og atvinna
sæmileg. Afkoma manna má teljast hafa verið fremur góð.
Þingeyrar. Afkoma sjómanna lélegri en árið áður, og kom hvort
tveggja til, að þorskafli var með minna móti og síldveiði brást, sem
kunnugt er. Afkoma hinna svipuð og áður.
Flateyrar. Afkoma yfirlcitt góð á árinu, bæði þcirra, sein landbúnað
stunduðu og hinna, sem atvinnu höfðu af verkun sjávarfangs og
veiðum.
Bolungarvíkur. Afkoma fólks má kallast góð, enda hefur þorskafh
verið góður á árinu.
ísafj. Afkoma almennings til lands og sjávar í meðallagi, miðað við
eftirstríðsárin, þótt síldfiski brygðist, en útgerðarmenn og útgerðar-
félög áttu mjög í vök að verjast, og réð þar mestu um hin óhagstæða
síldarvertíð.
ögur. Afkoma manna yfirleitt góð, bæði til lands og sjávar.
Hesteyrar. Afkoma manna sæmileg.
Árnes. Árferði yfirleitt gott. Mikill fjöldi héraðsbúa byggir afkomu
sína á rekstri síldarbræðslustöðvanna i Djúpuvík og Ingólfsfirði. I
síldarleysisári, sem nú, munu því tekjur manna hafa litlar orðið af
þeim rekstri.
Hólmavíkur. Afkoma sjómanna sennilega betri en víðast annars
staðar. Landvinna þorpsbúa, sein einkum er við frystihúsin, sildar-
söltun og niðursuðu, með minna móti. Afkoma bænda yfirleitt góð