Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 10
8
Nes. Afkoma fólks yfirleitt góð og árferði gott til lands og sjávar.
Djúpavogs. Aflcoma fólks yfirleitt sæmileg og batnaði mikið um
atvinnuskilyrði fyrir Djúpavogsbúa, er hraðfrystuhús var reist hér.
Tók það til starfa síðla sumars.
Hafnar. Almenn afkoma góð.
Breiðabólsstaðar. Afkoma manna var góð, miðað við það, sem hér
er vanalegt.
Vestmannaeijja. Afkoma fólksins má heita sæmileg, þegar á allt er
litið svona á yfirborðinu, og með því þó að kryfja málin ekki djúpt
til mergjar. Allt færist í það horf, að máttarstólpar þjóðfélagsins,
heimilin, verði þróttminni á hverju ári, jafnt til sjávar og sveita.
Stórólfshvols. Stærstu sárin eftir Heklugosið (marz 1947) mikið
farin að gróa og jörðin víðast hvar búin að jafna sig að mestu, nema
á 3 innstu bæjum Fljótshlíðar, sem allir eru þó enn í byggð, þrátt
fyrir mikla erfiðleika við heyöflun, og hagar enn takmarkaðir, en
allt útlit er fyrir, að þess verði ekki langt að bíða, að einnig þar komi
gróðurinn upp úr öskuhafinu, áður en langt um líður, og enn freniur
á tveim efstu bæjum Rangárvalla að austanverðu, Rauðnefsstöðum
og Þorleifsstöðum, sem báðir eru enn í eyði af völdum gossins, og
vandséð, að þeir byggist aftur, þótt jörð kæmi þar upp. Alveg er það
furðulegt, hvað náttúran er fijót að græða og gróa. Eg býst við, að
fæstir þeir, sem sáu auðnina eftir gosið, hafi gert sér í hugarlund þa
miklu breytingu, sem hér er á orðin eftir eitt ár. Tíðarfarið 1947, hinar
stórfelldu rigningar allt sumarið og haustið, átti sinn þátt i því, hvað
jörðin var fljót að jafna sig eftir hið mikla áfall. Almenn afkoma fór
mjög batnandi þetta ár. Árið á undan varð mörgum mjög þungt i
skauti, bæði vegna Heklugossins og ótíðar, er því fylgdi, en árið 1948
bætti það mjög upp með hagstæðu tíðarfari og miklum jarðargróðri-
Eyrarbakka. Sumarið með eindæmum gott til heyöflunar og fisk-
fanga.
Selfoss. Vel borguð og næg atvinna handa öllum og ineira en þao,
því að þurrð var á verkafólki. Afkoma almennings er ágæt og sveita-
þyngsli víða engin og hvergi mikil.
Langarás. Heyfengur og uppskera góð og sömuleiðis afkoma manna,
þótt heldur þyngi nú fyrir fæti sökum ævaxandi dýrtíðar.
Keflavikur. Afkoma manna allgóð, atvinna nægjanleg.
II. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.1}
Fólksfjöldi á öllu Iandinu í árslok 1948 138502 (135935 í árslok
1947). Meðalfólksfjöldi samkvæmt því 137219 (134343).1 2)
Lifandi fæddust 3820 (3703), eða 27,8%c0 (27,6%0).
Andvana fæddist 81 (56) barn, eða 20,8%o (14,9%c) fæddra.
Manndauði á öllu landinu 1115 (1162) manns, eða 8,1%0 (8,6%0)-
1) Eftir upplýsingum Hagstofunnar.
2) Um fólksfjölda i einstökum liéruSum sjá töflu I.