Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 18
16
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Tala andvana barna óvenju há, enda rúmlega 50% hærri en
næsta ár á undan.
Hafnarfí. Fólkinu fjölgar heldur í héraðinu; einkum á það við uni
Hafnarfjörð og Garðahrepp.
Akranes. Fæðingar með flesta móti á árinu, en manndauði tiltölu-
lega lítill, og er því eðlileg fólksfjölgun töluverð. Einnig hefur aðflutn-
ingur fólks verið nokkur eins og undanfarin ár.
Borgarnes. Stórfelld fækkun í héraðinu þetta ár, þrátt fyrir 18 fædda
fram yfir dána, og sé nánar athugað, þá er fækkunin enn þá stór-
felldari í sveitunum, þar sem úr þremur hreppum hafa horfið burtu
yfir 70 manns, sem er nær því 10% af fólkstölu þar. Lítils háttar fjölg-
un í Borgarnesi og fjölgun í einni sókn í sveit dregur svo úr heildar-
fækkunarhlutfalli í héraðinu.
Búðardals. Fólkinu heldur áfram að fækka eins og að undanförnu.
Dánartala svipuð og undanfarið, en barnkoma líldega aldrei minni.
Regkhóla. Fólkinu hefur enn þá fækkað í héraðinu, eins og víða niun
tilfellið í dreifbýlinu. 5 fjölskyldur fluttust burtu úr héraðinu á árinu,
en 2 fluttust inn.
Patrelcsfí. Svo bregður nú við, að fólki hefur fjölgað í héraðinu þetta
árið, en annars hefur því alltaf farið fækkandi nú um árabil. Segja má,
að öll fjölgunin sé hér á Patreksfirði.
Bíldudals. Fólki fækkaði enn í héraðinu. Kemur öll fækkunin á sveit-
irnar, en fjölgar hcldur í kauptúninu.
Þingegrar. Flutningur fólks úr héraðinu heldur jafnt og þétt áfram,
og nægja hvorki barnsfæðingar (ca. 19%0) né fá mannslát (ca. 5%c) til
að vega upp á móti.
Flateyrar. Fólki hefur fækkað í héraðinu á þessu ári, einlcum í sveit-
unum. Hafa nokkrar fjölslcyldur flutzt til Reykjavíkur og nágrennis,
en í staðinn hafa komið nokkrir einstaklingar úr Sléttuhreppi.
ísafí. Fólki fækkaði í héraðinu á árinu, og varð fækkunin og meira
til í ísafjarðarkaupstað. Ollu þessu burtflutningar fólks, en innflutn-
ingur varð minni en áður. Manndauði var með minnsta móti.
Ögur. Þetta er fyrsta skiptið síðan 1933, eða í 15 ár, sem ekki eru
skráðir færri íbúar í árslok en í ársbyrjun í þessu héraði, hvað sem
það kann að boða. Barnkoma ineð meira móti.
Hesteyrar. Fólkinu heldur stöðugt áfram að fækka í héraðinu, og
virðist örðugt að stöðva skriðuna, þegar hún einu sinni er komin af
stað, og eru til þess eðlilegar orsakir, því að þegar einn hlekkurinn
brestur í bæjarröð með langri strandlengju, verður þeim, sem eftir
sitja, erfiðara að reka búskapinn og einangrunin meiri. Burtflutningur
er þó allt annað en glæsilegur, þar sem bóndinn í flestum tilfellum
verður að fara snauður og slyppur frá eignum sínum, jörð og húsum,
því að enginn fæst til að kaupa. Á þessu ári fluttist helmingur íbúanna
úr Sléttuhreppi, og eru þar nú aðeins 43 íbúar eftir, en alls eru nú i
héraðinu 164 manns. Aðeins 1 barn fæddist í héraðinu á árinu.
Arnes. Fólkinu fækkar enn í héraðinu. Þó fór engin jörð í eyði á
árinu. Engin byggð er nú norðan Ófeigsfjarðar, síðan Drangar fóru í
eyði í fyrra.