Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 21
19
Flateyrar. Heilsufar var gott í héraðinu allt árið og farsóttir yfirleitt
vægar.
Bolungarvíkur. Ekki verður sagt, að á þessu ári hafi verið með meira
móti kvillasamt.
fsafí. Heilsufar með bezta móti allt árið og farsóttatilfelli með allra
fœsta móti, eða um það bil helmingi færri en 2 síðast liðin ár á undan,
enda gerði engin hinna meira háttar farsótta vart við sig á árinu.
Árnes. Heilsufar yfirleitt gott. Fátt um farsóttir, sem mér er kunn-
ugt um þá 7 mánuði ársins, sem héraðsbúar leituðu mín.
Hólmavíkur. Heilsufar yfirleitt gott á árinu.
Hvammstanga. Heilsufar í héraðinu mátti heita gott framan af árinu.
Blönduós. Með minna móti.
Sauðárkróks. Allmikið bar á farsóttuin á árinu, og má segja, að árið
liafi verið fremur kvillasamt.
Hofsós. Heilsufar yfirleitt mjög gott, einkum síðustu mánuði ársins.
Ólafsfí. Heilsufar gott. Óvenju fá farsóttatilfelli.
Dalvikur. Heilsufar yfirleitt gott i héraðinu á árinu.
Grenivíkur. Heilsufar frekar gott á árinu.
Bórshafnar. Heilsufar með bezta móti á árinu.
Vopnafí. Heilsufar gott. Farsótta gætti tiltölulega lítið og miklu
niinna en árið áður.
Segðisfí. Ahnennt heilsufar gott. Engar farsóttir gerðu vart við sig,
°g manndauði með allra minnsta móti.
Nes. Heilsufar gott fyrra hluta ársins, en heldur kvillasamt haust-
mánuðina.
Búða. Heilsufar í meðallagi.
Djúpavogs. Farsóttir fáar og meinlitlar.
Hafnar. Sjúkhalt á árinu, einkum vegna farsóttar, sem gekk í Suð-
ursveit í september og október og ef til vill víðar fyrr og síðar á árinu.
Þykist ég nú vita, að hér hafi verið um „mænuveiki" að ræða
'genuin?), cn ég var lengi að velta þessu fyrir mér, svo að ekkert til-
fcllið komst á mánaðarskrá. Sjá síðar.
Brciðabólsstaðar. Heilsufar var fremur gott á árinu.
Vikur. Þó nokkuð kvillasamt ár.
Stórólfshvols. Hcilsufar frekar gott allt árið, miklu betra en næsta
nr á undan.
Faugarás. Heilsufar gott á árinu og lítið um farsóttir.
Kcflavikur. Heilsufar mikið fremur slæmt, enda vorið og sumarið
óvenju kalt og þcss vegna venju fremur kvillasamt. Einkum bar mikið
a algengustu farsóttum.