Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 22
20
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—27.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúklingafiöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjúkl......... 5528 5175 4781 5506 5608 4793 6588 5936 5273 4689
Dánir ........ „ „ 1 „ 1 2 4 „ 2 1
Með fæsta móti skráðir, eftir því sem verið hefur undanfarið, en
hagaði sér að öðru leyti eftir venju.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Skráður tæpur helmingur, borið saman við næsta ár á undan,
og þó voru sjúklingar þá fremur fáir (ef til vill er bærinn smámsaman
að verða tonsillulaus).
Hafnarfi. Varð vart í öllum mánuðum ársins. Tilfellunuin fjölgaði
heldur síðara hluta ársins. Alltaf væg.
Akranes. Kverkabólga stakk sér niður allt árið að venju, mest 3 síð-
ustu mánuði ársins.
Ólafsvikur. Stakk sér niður fJesta mánuði ársins.
Búðardals. Stungið sér niður öðru hverju, en verið væg.
Reykhóla. Örfá tilfelli dreifð um árið, öll væg.
Patreksfi. Alla mánuði ársins var einhver slæðingur af angina ton-
sillaris, en varla svo, að telja mætti farsótt, nema þá í nóvember.
Bíldudals. Stingur sér niður flesta mánuði ársins. Enginn meira
háttar faraldur.
Þingeijrar. Kom eitthvað fyrir flesta mánuði ársins, en aldrei var
þó um faraldur að ræða, og sjaldan var sóttin þung. 1 piltur fékk
abscessus peritonsillaris, og var rist i hann.
Flategrar. Stakk sér niður öðru hverju, en meinlaus.
Bolungarvíkur. Hálsbólgan batnar venjulegamjög fljótt við súlfatöflur.
ísafi. Með meira móti um haustið, annars lítið ábcrandi.
Ögur. Varð aðeins vart í inaí.
Árnes. Faraldur í börnum gekk um mánaðamótin október—nóvem-
ber, vægur í flestum tilfelluin. Læknis leitað vegna 7 barna. Sá 4
þeirra, á aldrinuin 4—12 ára. Voru ö!l ineð háan hita í 2—3 daga með
áberandi mikilli adenitis colli. 1 fékk abscessus, sem stungið var á, 2
fengu tæpri viku síðar nephritis, lopa um augu, sýnilcgt bióð í þvagi,
eggjahvitu og lítils háttar blóðþrýstingshækkun. Annað barnanna haíði
fengið súlfadíazín. Bæði börnin náðu sér á um 3 vikum með ruffl-
legu og mataræði. Hafði grun uin, að faraldurinn væri scarlatina, cn
hvergi sáust útbrot né hreistrun.
Hólmavikur. Vart allt árið, en minnst sumarmánuðina. Faraldur i
október—nóvember. Yfirleitt vægur, en nokkur tilfelli með adenitis og
1 tilfelli með nephritis, sem batnaði fljótlega.
Hvammstanga. Faraldur í apríl; nokkur tilfelli sumarmánuðina
júní—október. Var væg.