Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 24
22
Borgarnes. Kvefpest með kveflungnabólgu allan fyrra helming árs-
ins, en hvarf að mestu síðara hluta árs.
Ólafsvíkur. Alla mánuði, nema marz, aðallega i janúar og júní (far-
aldrar — inflúenza?).
Búðardals. Flest tilfelli í ágúst og október. Væg'.
Reykhóla. Dreifð tilfelli flesta mánuði árins, þó aðallega fyrra hluta
ársins.
Patreksfj. Alla mánuði ársins var einhver slæðingur af bronchitis,
en varla svo, að telja mætti farsótt, nema þá í nóvember.
Bildudals. Talsvert útbreidd flesta mánuði ársins, nokkuð jafnt og
oft þrálát.
IHngeyrar. Viðloðandi alla mánuði ársins. Flest tilfellin í febrúar,
júní og desember. Einstaka menn fengu sinusitis upp úr kvefsóttinni,
sem varð þó ekki þrálát.
Flateyrar. Varð nokkuð vart allt árið, en létt og fylgikvillalaus.
Boliingarvíkur. Við kvefinu er látin mixtura, sem hefur ef til vill vafa-
sama verkun, en það batnar saml nokkuð fljótt.
ísafj. Aðallega í apríl—maí, en yfirlcitt með minnsta móti.
Ögur. Nokkur faraldur i maí.
Hesteyrar. Aðeins 2 farsóttatilfelli koma á skrá, og var hvort tveggja
kvefsótt.
Árnes. Varð var við einstaka kvefsóttartilfelli.
Hólmavíkur. Alltaf vart allt árið. Mest áberandi eins og oft áður á
vorin (april—jún). Vægir faraldrar, cn læknis sjaldan leitað.
Hvammstanga. Viðloðandi fyrra hluta ársins; faraldur í marz. Engir
sjúklingar skráðir síðustu 4 mánuði ársins, sept.—des.
Blönduós. Með meira móti frá ársbyrjun til sumarmála, en eftir það
bar lítið á veikinni, enda var sumarveðrátta góð.
Sauðárkróks. Verður talsvert vart allt árið, og eru stundum smá-
faraldrar að hcnni, en ekki skæðir. Eitt barn á árinu er talið dáið úr
barkabólgu, og á það væntanlega að teljast hér.
Hofsós. Meira og minna viðloðandi allt árið.
Ólafsfj. Dreifð tilfelli, flest í marz.
Dalvíkur. Allt árið eins og vant er. Faraldur í júní.
Akureyrar. Hefur gengið meira og minna allt árið og sérstaklega
útbreidd í marz og október.
Grcnivíkur. Töluvert var um kvefsótt, mest í febrúar, marz, apríl og
júlí, og svo aftur i desembermánuði.
Þórshafnar. Viðloðandi allt árið, einkuin fyrra hluta þess.
Vopnafj. Dreifð, aðallega yfir vetrarmánuðina. Að sjálfsögðu lconia
hér aðeins fram þeir sjúklingar, sem læknis hafa vitjað og læknir
hefur skoðað. Um reglulega farsótt var aldrei að ræða á árinu. Hins
vegar er kvefið fylgifiskur veðráttunnar hér á landi og því sifellt
á ferðinni, og miklu fleiri veikjast meira og minna af því en fram eru
taldir á skýrslum, þar sem aðeins lítill hluti sjúklinga leitar læknis,
þegar um minna háttar faraldra er að ræða, en lætur sér nægja að fa
hóstasaft eða eitthvað því um líkt.
Seyðisfj. Kvefið er enn sem fyrr tíðasti kvillinn. Enginn sérstakur
faraldur þó og engir fylgikvillar.