Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 25
23
Nes. Varð vart alla mánuði ársins, mest sumar og haust.
Búða. Enginn mánuður kveflaus. Meira bar á ýmsum fylgikvillum
en oft áður, svo sem otitis og sinuitis.
Hafnar. Fæð skráðra tilfelía stafar af því, að ég hef — ef til vill
ranglega — látið undir höfuð leggjast að nota þetta „heiti“ sem rusla-
kistu undir „febrilia", sem ég vissi ekki, af hvaða rótum voru og lentu
þvi hvergi á skrá. En við nánari athugun sá ég, að ekkert er fengið með
því að fá á farsóttaskrá aðra „safnþró", t. d. með nafninu febrilia, þótt
það orð sé viðfeðmara og nái eftir mínum skilningi a. m. k. yfir allar
iarsóttir, sem hiti fylgir (þ. e. allar), og þá sé loku fyrir það skotið,
að „sjúkdómsgreiningunni" geigi utan hjá. En hætt er þá við, að menn
yrðu værukærari með að „sér-diagnosticera“, án þess að ég vilji með
þessum orðum „skensa“ mig eða nokkurn kollega.
Breiðabólsstaðar. Mánuðina marz—júlí gekk hér slæmur kveffar-
aldur. Hefur sumt af því verið venjulegt kvef.
Vílcur. Óþverra pest, og fengu nokkrir lungnabólgu upp úr því.
Vestmannaeijja. Mest borið á henni í marz, apríl, janúar og þrjá síð-
l*stu mánuði ársins. Veikin hefur verið viðloðandi alla mánuði ársins,
minnst borið á henni í júlí, enda fjöldi fólks héðan fjarverandi þá.
Stórólfshvols. Slæðingur af kvefi allt árið, sérstaklega þrálátt að vetr-
inuni í mörgum karlmönnum, er vinna að skepnuhirðingu og þar af
leiðandi oft í heyhlöðum.
Eyrarbakka. Fjöldi tilfella mánaðarlega allt árið, einkum var kvef-
sótt þung á haustmánuðum og þá upp aftur og aftur í söinu sjúk-
lingum.
Laugarás. Blessað kvefið lá í landi svo til allt árið, dvínaði aðeins
seinna part vetrar, en gaus svo upp aftur með vorinu og lónaði árið
nt. Fremur var það vægt, þótt innan um slæddust noklcur lungna-
hólgutilfelli, sem öll enduðu vel.
Keflavíkur. Kveffaraldur svo að segja allt árið.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjúkl........ 4 4 9 11 63 1 1 3 2
Dánir ............. 1 1 1 2 „ „ 2 1 1
Barnaveiki náði því ekki að verða skráð á árinu, en skaut þó upp
kolli i Reykjavík, sennilega komin beint frá útlöndum. Héraðslæknir
getur hér á eftir 4 sjúklinga, þar af var fyrsta tilfellið ekki greint fyrr
°n af smitburði síðar, annað tilfellið fyrst post mortem, og e. t. v.
hafa 2 næstu og síðustu „sjúklingarnir“ fremur verið smitberar en
sjúklingar.
Læknar láta þessa getið:
Bvík. 4 sýktust af barnaveiki þetta ár, 3 í júní. Ég var í útlöndum
Þenna mánuð, en Páli Sigurðssyni lækni, sem þá gegndi héraðslæknis-
störfum fyrir mig, farast þannig orð um þessi tilfelli: „Sunnudaginn