Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 26
24
6. júní tilkynnti aðstoðarlæknir lyflækningadeildar Landsspitaíans
héraðslækni, að nóttina áður hefði látizt í deildinni 11 ára gömul stúlka
úr barnaveiki. Hafði hún verið svo aðframkomin, er hún kom á deild-
ina, að eklci hafði geíizt tóm til þess að gefa henni barnaveikisserum.
Hafði verið fullyrt, að hún hefði verið bólusett gegn barnaveiki, en
siðar kom í ljós, að um vanalega bólusetningu gegn bólusótt hafði
verið að ræða. Rétt áður en hún veiktist, hafði hún gætt tveggja ára
barns, sem hafði verið veikt í hálsi i 5—6 vikur. Ekki tókst þó að finna
barnaveikissýlda í því, þrátt fyrir cndurtekna leit. Samt sem áður
lét héraðslæknir rækta frá því, og fundust barnaveikissýklar við aðra
ræktun. Föðurbróðir þessa barns hafði lcomið með skipi frá Þýzka-
landi rétt áður en það veiktist. Það tókst að ná í hann, en engir barna-
veikissýklar fundust í honum, þrátt fyrir endurteknar rannsóknir.
Skömmu á eftir veiktist svo tvennt á sama heimili. Voru þeir sjúk-
lingar ásamt unga barninu, sýkilberanum, settir á Farsóttahúsið, og
varð veikinnar ekki vart eftir það. Ekkert af þessu fólki hafði verið
bólusett gegn barnaveiki.“ Þegar barnaveikinnar varð hér vart, vakn-
aði fólkið aftur úr sínum kæruleysisdvala og rauk í að láta bólusetja
börn sín gegn veiki þessari. Voru á þessu ári bólusett í fyrsta sinn
4598 börn, en tala þeirra, scm áður hölðu verið bólusett, var 7207.
Samtals fóru því fram 11805 bölusetningar gegn barnaveiki árið 1948.
Hafnarfj. Bólusetning gegn barnaveiki fór fram, og voru bólusett
um 500 börn í 1. og 2. sinn og nokkur í 8. sinn, sem búið var að bóJu-
setja áður tvisvar.
Akranes. Er vart varð við barnaveilti í Reykjavík á s. 1. sumri, var
fólki gefinn kostur á bólusetningu barna gegn veikinni. Voru bólusett
alls 174 börn, og munu það vera flestöll óbólusett börn i kaupstaðnum,
Ve árs og eldri. Sjúkrasamlagið greiddi bóluefnið, en hlutaðeigendur
verkið. Enn fremur voru endurbólusett börn á 8—13 ára aldri, alls
175 börn. Fór sú bólusetning fram í desember og var foreldrum oð
kostnaðarlausu, þar sem svo samdist, að sjúkrasamlagið greiddi efnið,
en bæjarsjóður verkið.
Búðardals. Hefur ekki gert vart við sig. Um 50 börn í Búðardal og
nágrenni voru bólusett gegn veikinni.
Reijkhóla. Börn í öllu héraðinu frá V2 árs—14 ára aldurs bólusett
gegn barnaveiki, tvisvar sinnum með mánaðar millibili, og er ætlunin
að bólusetja þau aftur að ári. Ekkert barn veiktist við þá bólusetningu-
Mngeyrar. Aldrei hefur neinn hálskvilli, sem ég hef séð hér, vakið
minnsta grun um, að um barnaveiki væri að ræða. Samt taldi ég í'étt
að taka upp árlega bólusetningu gegn barnaveiki, því að árangur
hennar er mjög góður, og sýnu er hún nauðsynlegri en kúabólusetn-
ingin.
ísafi. Ekkert tilfelli. Bólusetning fór fram um sumarið.
Arnes. Sumartímalæknirinn gaf fólki kost á að fá börn sín bólusett
gegn barnaveiki og framkvæmdi fyrstu umferðina í septembermánuði.
Ég bólusetti svo aðra umferð í október, 144 börn á 11 stöðum í hér-
aðinu.
Hólmavikur. Varð ekki vart í héraðinu. Héraðslæknir gaf fólki kost