Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 27
25
á að fá börn sín bólusett gegn barnaveiki, og var áhugi almennings
svo mikill, að heita má, að hvert barn í héraðinu frá % til 14 ára hafi
verið bólusett um sumarið, eða rúmlega 400 börn bólusett tvisvar á
20 stöðum í héraðinu.
Hvammstanga. Gerði ekki vart við sig. Um 130 börn voru „bólusett“
gegn barnaveiki i júlí eða ágúst — tvö fyrri skiptin.
Blönduós. Gekk elcki, en almenn bólusetning gegn barnaveiki fór
fram um svo að segja allt héraðið, og voru alls bólusett tvívegis yfir
300 börn, eða m. ö. o. flest börn innan 10 ára aldurs og nokkur eldri.
Fór ég til þess sérstaka ferð í flesta hreppa sýslunnar, en seinni bólu-
setningin fór fram í sambandi við skólaskoðunina um haustið, og spör-
uðust við það allmargar ferðir. Almennur áhugi var fyrir þessari
heilbrigðisráðstöfun.
Sauðárkróks. Engin skráð á árinu. Héraðslæknir gaf fólki eins og
venjulega kost á að fá börn sin bólusett gegn barnaveiki, og var 101
barn bólusett í fyrsta sinn og 56 endurbólusett; voru flest þeirra (eða
um 100) frá Sauðárkróki.
Seyðisjj. Bólusetning gegn barnaveiki var hafin i dcsember (1948).
Breiðabólsstaðar. Varð ekki vart.
Vestmannacyja. Engin á árinu. Á vegum barnaverndar voru bólusett
höO börn á aldrinum 1—7 ára og sum eldri með barnaveikisbóluefni
tvisvar með mánaðarmillibili.
Laugarás. Kom ekki fyrir. Allmikið hefur verið bólusett af börnum
1 héraðinu síðustu árin, en á þessu ári var eftirspurn lítil og engin ný
hörn bólusett.
. Leflavíkur. Varð ekki vart á árinu. Héraðslæknir auglýsti bólusetn-
lngu gegn barnaveiki í Keflavík og síðan í öllum hinum 6 hreppum
héraðsins. Fór hann í alla hreppana og bólusetti sem hér segir: í Kefla-
vík 200 börn, í Grindavík 137, í Garðinum 113, i Sandgerði 130, í
Njarðvikum 80, í Vatnsleysustrandarhreppi 66, i Höfnum 29. Samtals
voru bólusett 755 börn á aldrinum % árs til 10 ára.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
^jhhl......... 618 2941 135 338 9 49 332 20 85 3
Dánir ........ 2 5 1
Aðeins 2 tilfelli skráð og þar af 2 sennilega meira cn vafasöm, en 1
‘ ysenteria amoebica.
Læknar láta þessa getið:
Buik. Þessa kvilla verður ekki vart á árinu, svo að vitað sé.
Bafnarfj. 1 tilfelli skrásett. Ekki er mér nánara kunnugt um það.
efði sennilega átt að teljast iðrakvef.
Bingeyrar. Kom aldrei fvrir á árinu.
4