Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 28
26
Iícflavikur. Gamalt tilfelli af dysenteria amoebica, upprunnið í
Brasilíu 1944. Gefið Emetine-HCl með góðum árangri. (Sjúklingurinn
mun hafa verið útlendingur á Keflavíkurflugvelli.)
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl........ 7 8 13 14 15 9 9 12 13
Dánir ....... 2 1 3 3 3 1 1 1 1
Á mánaðarskrár er skráð 1 tilfelli í hverju þriggja héraða (Álafoss,
Ólafsfj. og Keflavíkur) og 2 í einu (Egilsstaða). Auk þessara 5 sjúk-
linga eru á ársyfirliti um barnsfarir taldar ekki færri en 11 sængur-
konur í 6 héruðum (Ólafsvíkur 2, Siglufj. 3, Nes 1, Hafnar 1, Vest-
mannaeyja 2, Laugarás 2), sem meiri eða minni hitasótt hafa fengið í
sængurlegu, en víst flestar mjög lítils háttar, enda hin mikilvirku
graftarsóttarlyf nú tiltæk. Úr barnsfararsótt dó engin kona á árinu.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Hvorki í lækna- né ljósmæðrakýrslum er getið um þessa veiki,
en í sjúklingabók St. Jósephsspítala er getið um eina konu með þeirn
sjúkdómsgreiningu.
Þingeyrar. Ekkert tilfelli skráð á árinu. Sængurkonur samt mældar.
Árnes. Barnsfararsóttar varð ekki vart, svo að mér sé kunnugt.
Hólmavíkur. Ekki vart eða getið í Ijósmæðrabókum.
Ólafsfj. 1 vægt tilfelli.
Hafnar. Ekkert tilfelli, nánara athugað, þrátt fyrir athugasemd á
skýrslu um barnsfarir, en þar var um embolia pulmonis dx. að ræða
upp úr hitalausu puerperium, um leið og konan sté fyrst á fætur.
Vestmannaeyja. Veikinnar ekki getið á mánaðarskrá, en taldar eru
á skýrslu 2 konur, sem lítils háttar hlekktist á og rétt þykir að geta um.
Laugarás. Kom ekki fyrir, svo að talizt geti.
Keflavíkur. Lítið ber á barnsfararsótt á þessu ári. 1 frumbyrja fékk
mikinn hita á 6. degi. Við exploratio fannst stór gúll í hægra para-
metrium og niður í vaginalvegginn. Varð hann aumur, er á leið, og hiti
lét ekki undan pensilínsprautum. Varð þá að skera í þenna gúl, og
kom út mikið af rotnandi blóði. Hafði konan í fæðingunni fengið
mikla blæðingu þarna, sem var að inficerast. Var drenerað og skolað
í nokkra daga og batnaði. Annars er það að segja um sótthita cftn-
fæðingu, að lælcninum er nokkur vandi á höndum gagnvart sumum
ljósmæðrum, þar eð barnsfararsótt má ekki heyrast nefnd í því sam-
liandi. Er þá talið, að læknirinn sé að saka ljósmóðurina um eitthvert
ódæði, er hún hafi unnið, og jafnvel lögð fæð á lækninn. Er eins og'
eimi eftir af einhverri gamalli ásökunarmerkingu í þessu orði, og' kem-
ur það illa við taugar ljósmæðra. Gengur heldur illa að uppræta þenna
misskilning.
1948
r,