Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 30
28
Laugarás. Hefur ekki komið hér fyrir síðan 1945, enda ekki vitað
um smitbera í héraðinu.
Keflavíkur. Talið er á skýrslum undanfarins árs, að einn taugaveikis-
smitberi sé í Keflavík, og mun svo hafa verið. En ekki hefur þetta
verið rannsakað nú í nokkur ár, enda ekkert taugaveikistilfelli komið
fyrir, síðan ég kom í héraðið 1942.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 .
Sjúkl......... 2990 5266 2395 4657 2753 3122 4937 3442 3587 3445
Dánir ........ 3 7 6 9 5 7 5 8 3 2
Að öllu leyti með venjulegum hætti.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Ekki talið, að neinn hafi dáið úr þessari veiki.
Hafnarjj. Kom fyrir í öllum mánuðum ársins. Mátti teljast vægt.
Akranes. Gekk allt árið, einkum í janúar, febrúar, maí, júlí og des-
ember, en þá urðu tilfellin flest.
ólafsvíkur. í febrúar, apríl, júní og júlí.
Regkhóla. Dreifð tilfelli, flest þó um vorið, öll væg.
Bíldudals. Stakk sér lítils háttar niður sumarmánuðina, en i nóvem-
ber var allmikill faraldur. Veiktist sums staðar allt heimilisfólkið sama
daginn. Er grunur um, að veikin hafi borizt út með mjólk. Gekk ein-
ungis í kauptúninu. Fólki batnaði yfirleitt fljótt.
Þingeyrar. Snöggur iðrakvefsfaraldur gekk í nóvembermánuði.
Mildu fleiri veiktust þó en þeir, sem leituðu læknis. Afleiðing af slátur-
áti?
Bolungarvíkur. Sulturinn er hreinasta þing gegn iðrabólgunni.
tsafj. I meðallagi. Flest tilfellin í júli, og bendir það óneitanlega, eins
og áður, til matareitrunar, þótt ekki liggi fyrir um það skýr gögn.
Ögur. Töluverður faraldur í júlí.
Árnes. Viss aðeins um einstaka iðrakvefstilfelli, enda langt að leita
læknis vegna smámuna.
Hólmavikur. Einkum vor og haust. Vægur faraldur eftir sláturtíð,
en fæstir leituðu læknis.
Hvammstanga. Stakk sér niður öðru hverju, einna mest í desembei'-
Blönduós. Gerði nokkuð vart við sig fyrstu 2 mánuði ársins, en lítiö
úr því. Var aðallega í börnum.
Sauðárkróks. Gerir eitthvað vart við sig allt árið, en er nijög væg-
Smáfaraldur í júlí—ágúst.
Hofsós. Nokkur dreifð tilfelli.
Dalvíkur. Skráð tilfelli í öllum mánuðunum. Sennilega miklu algeng-
ari kvilli en skýrslur bera með sér.
Akuregrar. Gerði nokkuð vart við sig alla mánuði ársins, en einkan-
lega þó i apríl og júlí. Aldrei um verulega þung sjúkdómstilfelli nð
ræða.