Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 33
31
ingu (immune serum globulin, preventive dosis), veiktist það og dó
af mislingum. í nokkrum tilfellum öðrum virtust tilsvarandi skammt-
ar af serum ná tilgangi sínum. Allmargir héraðsbúar, er lágu undir
mislingum, voru sprautaðir, nær allir til þess að draga úr sjúkdómin-
um, en aðeins örfáir til fyrirbyggingar hans.
Akurcijrar. Dáíítið eimdi eftir af mislingafaraldrinum frá fyrra ári 3
fyrstu mánuði þessa árs og’ þó einkanlega í janúar. Má um þann sjúk-
dóm segja, að allflest þau tilfelli, sem kornu fyrir á þessum 3 mán-
uðum, voru fremur þung.
Grenivikur. Nokkur tilfelli komu hér fyrir í janúar—febrúar og
apríl, ÖIl fremur væg.
Stórólfshvols. Örfá tilfelli fyrstu mánuði ársins, eftirstöðvar frá
fyrra ári. Vægir.
Laugarás. Smáfaraldur kom upp austan Hvítár (í Hreppum og á
Skeiðum) í desember 1947. Breiddist hann dálítið út um áramótin,
einkum vegna skemmtana, sem þá voru haldnar, og voru dálítil brög'ð
að honum í janúarmánuði. Sóttin mjög væg og lognaðist fljótt út af.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúklinga/jöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
úkl................. 1 197 5034 601 13
1946 1947 1948
4 19 397
Sjúkl.
Dánir
9 »
Gætti fyrst sem faraldurs í febrúarinánuði og' þá í ísafjarðarhéraði,
því næst að nokkru ráði í Stykkishólms- og Ólafsvíkurhéruðum og er
uni áramót í 12 héruðum í öllum landsfjórðungum, en einkum lim
Suðurland. Var þetta aðdragandi landsfaraldurs á næsta ári.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Varð vart þegar í ársbyrjun. 1 sjúklingur talinn í janúar og
annar í marz, en síðan ekki fyrr en 1 september og þaðan til ársloka.
Flestir sjúklingar í nóvember.
Ilafnarfí. Varð fyrst vart í marzmánuði. Var það færeyskur sjó-
niaður af fiskiskipi, sem leitaði hér hafnar. Var hann fluttur á Far-
sóttahúsið í Reykjavík. Síðan verður hennar ekki vart fyrr en í októ-
ber og nóvember og þá aðeins nokkurra tilfella.
Akranes. Kom fyrir um haustið.
Ölafsvíkur. í ágúst, septcmbcr og október.
Búðardals. Hefur orðið vart í 2 hreppum. Barst þangað frá Stykkis-
hólmi. Allmikið hefur borið á orchitis.
Lingeijrar. í maímánuði cr skráð 1 tilfelli. Var það drengur, sem
kom með sóttina frá Reykjavík. Breiddist hún ekkert út þá. 1 desem-
ber er skráð annað tilfelli, einnig frá Reykjavík, og náði sóttin þá
nokkurri útbreiðslu í einum hreppi héraðsins, en þó aðallega eftir
áramót.
Bolungarvíkur. Tveggja ára barn skráð með hettusótt, en sjúk-