Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 34
32
dóinsgreiningin vafasöm. Að vísu veiktist barnið þannig, að báðir
parotiskirtlarnir bólgnuðu. Síðan gróf í öðrum þeirra, og þurfti að
færa út.
ísafi. Frekar vægur faraldur fyrra helming ársins. 2 fengu orchitis.
Hvammstanga. 1 tilfelli i júlí, aðkomustúlka; breiddist ekki út.
tílönduós. Ungur sjómaður var lagður á land og á sjúkrahúsið, en
ekki smitaðist neinn af honum. í desember barst veilcin inn í héraðið,
en ekki voru þó skráðir nema 5 sjúklingar fyrir áramót.
Sauðárkróks. Kona úr Reykjavík var á leið til Siglufjarðar og gisti
á leiðinni hjá kunningjafólki sinu hér í sveitinni. Veiktst barn hennar
þar af hetlusótt og smitaði heimilisfólk. Eru skráð 3 tilfelli, en munu
hafa verið nokkru flciri á þessu heimili og nágrannabæjum. Veikin
var væg og breiddist ekki frekar út.
Akureyrar. Ekkert tilfelli alvarlegt.
Víkur. Barst í héraðið í nóvember.
Vestmannaeijja. 1 tilfelli úr Reykjavík.
Laugarás. Engin skráð á árinu, en upp mun hún hafa verið komin i
Laugarvatnsskóla, þótt eigi sannaðist fyrr en á næsta ári, en þar var
í uppsiglingu mikill og talsvert iílkynjaður faraldur.
Keflavikur. Allmargir fá liettusólt, bæði börn og fullorðnir, sumir
allsvæsna, einkum sjómenn, sem hafa misjafna aðbúð og leita læknis
seint. Bólgnuðu margir sjúklingar mikið í eistuin, en batnaði við pensi-
línsprautur, rúmlegu o. fl.
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12—13.
Sjúklingafiöldi 1939—1948:
1939 19-10 1941 1942 1943 1944 1945 1940 1947 1948
Sjúkl.i) .. .. 686 377 1180 1427 808 846 840 888 1296 724
— 1 2) .. .. 289 191 517 550 346 307 352 343 269 184
Dánir . .. . . . 124 91 109 99 67 70 67 58 58 55
Lungnabólga, hvor tveggja tegundin, skráð með fæsta móti, en
lungnabólgudauðinn hefur hvergi nærri rénað að sama skapi, og nem-
ur hann í heild 6,1% (1947: 3,7%; 1946:4,7%) skráðra tilfella. Tak-
sóttardauðinn nam 3,3% skráðra taksóttarsjúklinga (1947: 1,5%I
1946: 2,9%), en dauði úr kveflungnabólgu og íungnabólgu óákveðinn-
ar tegundar 6,8% skráðra kveflungnabólgusjúklinga (1947: 3,6%:
1946: 5,4%). Þessar breytilegu hlutfallstölur lungnabólgudauðans inið-
að við skráð tilfclli mun þó ekki rétt að rekja til mismunandi skæðrar
lungnabólgu, heldur mildu fremur til skrykkjótts framtals sjúklinga
og þá allra helzt í Reykjavík. Á hitt virðast dánartölur síðustu ara
benda, að fyrst um sinn megum við búast við að missa um 60 manns
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.