Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 36
34
Nes. Allmörg tilfelli upp úr kvefi. Ekkert dauðsfall.
Búða. Flest tilfellin í sambandi við kvefsóttarfaraldra, eins og oft
áður.
Hafnar. Eitt mannslát.
Breiðabólsstaðar. Nokkur væg tilfelli venjulegrar lungnabólgu.
Mánuðina marz—sept. gekk hér lungnasjúkdómur, scm í flestum til-
fellum lýsti sér sem slæmt kvef með hörðum hósta, en önnur lýstu sér
sem bronchitis og sum sem greinileg lungnabólga. Meðgöngutíminn
virtist vera um það bil 3 vikur. Þá kom snögglega hár hiti, alít að því
42,6°, samfara hósta og höfuðverk og cyanosis á nöglum og vörum.
Meðalfín slímhljóð oft um allan thorax, stunduin fremur lítil deyfa á
lófastórum bletti og þaðan af stærri, sem oft virtist migrera. 2 sjúk-
linganna fengu létta pleuritis með þessu. 1 sjúklingurinn dó. Þetta var
pensilín- og súlfaresistent, og var meðferð aðallega symptomatisk, en
nú er búið að finna lyf, að nafni Aureomycin, sem kvað vera specifikt
fyrir þenna sjúkdóm og lækna hann á 1—2 dögum. Þar eð kvef-
lungnabólgu- og dulsýklalungnabólgutilfellin eru skráð saman undir
pneumonia catarrhalis á mánaðaskránum, er rétt að taka það fram,
að þau tilfelli af dulsýklalungnabólgu, sem einkum koma hér til greina
eru: I marz 30—40 ára karl (dó), í apríl 20—30 ára kona, i júní 10—15
og 20—30 ára konur, i ágúst 20—30 ára kona, í september 20—30 ára
kona.
Víkur. Batnaði vel af súlfa og pensilíni.
Vestmannaeijja. Mest bar á henni í börnum 1—10 ára í janúar og
nóvember, einkum upp úr kvefveiki. Súlfalyf reynast vel.
Stórólfshvols. Aðallega upp úr kveí'i, aldrei sem faraldur. Batnaði
venjulega tiltölulega fljótt við súlfanotkun, og í sumum tilfellum var
einnig viðhöfð injectio penicillini.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli í júlí—ágúst og september sem fylgi"
kvilli inflúenzu. (Virðast ekki skráð sérstaklega).
Laugarás. Nokkur dreifð tilfelli, svo sem fyrr greinir, flest í vetrar-
faraldrinum (janúar). Fremur væg og trúlega fleiri en skráð eru, og
batnaði flestum af súlfaþíasól. Fyrir kom þó, að gefnar voru fáeinar
pensilínsprautur til öryggis. Þeim fer fjölgandi, sem þykjast ekki þola
súlfalyf, og að vísu er ofnæmi fyrir þeim ekki mjög sjaldgæft.
Keflavíkur. Talsverð brögð voru að lungnabólgu, einkum í börnuni.
Flestum batnaði af súlfalyfjum, en nokkur börn, sem hætt voru komin,
þurftu að fá pensilínsprautur langa hríð. 1 barn fékk haematuria af
súlfadíazíni.
2. Um taksótt:
Hafnarfj. Sást varla.
Akranes. Kom ekki fyrir nema í 2 tilfellum alls.
Búðardals. Engin dauðsföll.
Reykhóla. 1 tilfelli. Batnaði við pensilín-súlfagjöf.
Þingeyrar. Kom ekki fyrir á árinu.
Ftateyrar. Varð ekki vart.
Hólmavikur. 2 tilfelli, hvort tveggja fullorðnir karlmenn; annar
þeirra, bóndi úr sveit, var þungt haldinn, þoldi ekki súlfalyf, en batnaði