Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 41
3ð
Blönduós. Kom fyrir í 2 skipti, á karli og konu, en batnaði bráðlegá
við súlfanilamíð.
Sauðárkróks. Batnaði öllum við súlfalyf.
Akureyrar. Nokkur tilfelli, en ekkert alvarlegt (ekkert skráð). Sjúk-
dómurinn læknast yfirleitt fljótt og vel með súlfa- og pensilínlyfjum.
19. Þrimlasótt (erythema nodosum).
Töflur II, III og IV, 19.
Sjúklingafiöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjúkl........ 13 26 21 11 17 23 3 15 15 3
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Á vikuskýrslum lækna er enginn sjúklingur talinn fram, en
mér er kunnugt um nokkur tilfelli, þó að ég geti ekki sagt, hve mörg,
Því að allir þeir, sem þenna kvilla taka, eru sendir á Berklavarnarstöð-
ina til athugunar.
Þingeyrar. Piltur, sem skorinn var upp vegna hernia inguinalis con-
genita, fékk erythema nodosum í legunni. Hafði verið tbc-j- fyrir.
ísafi. Aðeins 1 tilfelli skráð undir farsóttir, en berklapróf var nei-
kvætt. Miðaldra kona fékk og þrimlasótt, en hún var berklaveik.
Dalvíkur. Stúlka á fermingaraldri, í nábýli við smitandi lungna-
nerklasjúkling, fékk þrimlasótt (ekki skráð). Reyndist túberkúlínjá-
Lvæð þá, í fyrsta skipti. Hilitis fylgdi á eftir.
Akureyrar. 19 ára kona veilctist af þrimlasótt og lá í 3 mánuði.
20. Ristill (herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 20.
Sjúklingafiöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
sJdkl........ 63 70 59 58 51 65 57 56 73 65
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Varð aðeins vart.
Þingeyrar. Gömul kona fékk ristil, en slapp furðanlega við verki,
Pegar frá leið.
Bolungarvíkur. Aðeins komið einu sinni fyrir (ekki skráð).
194 ^ Nokkur dreifð tilfelli árlega, samfara hlaupabólunni síðan
Hvammstanga. 3 tilfelli, væg.
Sauðárkróks. Enginn þungt haldinn.
Akureyrar. Getið um 1 tilfelli á mánaðarskrá. Að öðru leyti hefur
sjúkdómurinn ekki gert vart við sig.
Nes, Fáein tilfelli, aldrei með farsóttarbrag.
Búða. Kom fyrir þrisvar sinnum. Öll tilfellin fremur væg.
Hafnar. 2 sjúklingar, 30 ára karl með h. z. intercostalis sin. og 85