Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 42
4Ö
ára kona með h. z. lumbalis sin., samfara miklum og langvarandi
kvölum (hvorugt skráð).
Breiðabólsstaðar. 1 fremur slæmt tilfelli. Sonur og dóttir sjúklings-
ins veiktust % mánuði síðar af hlaupabólu. Engar samgöngur voru þá
við héraðið, og má telja fullvíst, að þau hafi smitazt af föður sínum,
enda eru víst dulsýklar þeirra sjúkdóma mjög skyldir og kváðu veita
ónæmi hvor fyrir öðrum.
Vikur. 1 tilfelli allþungt (ekki skráð).
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli (ekkert skráð).
Laugarás. 2 skráðir. Gæti trúað þar á einhver vanhöld.
21. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 21.
Sjúklinga/jöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl........ 4 38 102 169 82 17 8
Dánir ....... „ „ „ „ „ „ 1
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Enginn sjúklingur skráður á árinu á vikuskýrslum, en á
sjúkraskrá Hvítabandsins er einn sjúklingur með sjúkdómsgreining-
unni: Icterus infectiosus.
Hafnarfi. 1 tilfelli talið.
Flategrar. 1 tilfelli í Súgandafirði, vægt, ekki á mánaðarskrá.
1946 1947 1948
12 3 1
22. Kossageit (impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 22.
S júklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjúkl........ 124 289 629 425 274 179 127 136 90 68
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Taldir fram aðeins 2 sjúklingar, en vafalaust hafa þeir verið
talsvert fleiri.
Ólafsvikur. Fáein tilfelli.
Þingeyrar. Nokkur tilfelli koma alltaf fyrir; ekki hafa þau verið tek-
in á mánaðarskrá.
Bolungarvikur. Hefur stungið sér niður annað slagið á árinu (ekki
skráð).
ísafj. Nokkur tilfelli í apríl—ágúst.
Hólmavíkur. Nokkur tilfelli, sem láðist að skrá á mánaðarskrár.
Blönduós. Varð ekki vart nema einu sinni, á unglingsstúlku.
Sauðárkróks. Gerir eitthvað vart við sig flesta mánuði ársins, eins og
venjulega.
Akuregrar. Ekkl getið um sjúkdóminn á mánaðarskrám, og hafi ein-
hver tilfelli komið fvrir á árinu, eru þau áreiðanlega mjög fá. Sjálf-
ur hef ég ekkert tilfelli séð á árinu.