Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 43
41
Grenivíkur. 8 sjúklingar á árinu, þó að ekki sé getið á mánaðar-
skrám.
Búða. Gcrði lítið vart við sig (elcki skráð).
23. Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúklingajjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjúkl........ 1 14 46 19 5 13 13 9 3 3
Dánir................ 1 2 7 „ 1 „ „ „ 1
Læknar láta þessa getið:
Hólmavíkur. 1 tilfelli í september, sem ekki er getið á mánaðarskrá.
6 mánaða gamall drengur á Drangsnesi veiktist skyndilega með háan
hita. Sjúkdómsgreining var óviss, en ég lét gefa honum stóra skammta
af súlfadíazíni, auk þess sem ég gaf honum undir eins 200000 i. e.
penicillinum oleosum. Næsta dag var hann fluttur til Hólmavíkur, og
var haldið áfram að gefa honum pensilín og súlfadíazín. Hiti hélzt
stöðugur um 39—40° í vikutíma, og loks í vikulokin var barnið með
°tvíræð meningitiseinkenni. Var hann þá fluttur í sjúkrahús í Reykja-
'ik. Dó þar eftir um viku legu, þrátt fyrir áframhaldandi pensilin-
Sjöf. Sjúkdómsgreining sjúkrahússins þar: Meningitis cerebrospinalis.
Blönduós. 3 menn, allir innan við miðjan aldur. Þeir fengu stóra
Pensilíninndælingu og síðan súlfaþíazól og batnaði.
Akureyrar. Ekkert öruggt tilfelli.
24. Stingsótt (pleuritis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
Sjúklingajjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
sj«kl........ 8 21 15 76 20 43 318 230 23 38
Smáfaraldrar í 4 héruðum (Rvík, ísafj., Sauðárkróks og Selfoss).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nokkuð bar á þessum kvilla, sem læknar yfirleitt kalla nii
»myositis epidemica“.
Isafj. Nokkur faraldur í nóvembermánuði.
Sauðárkróks. Gerir vart við sig í júlí—ágúst.
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 25.
Sjúklingajjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
12 3 1 1 „ 2 368 450 227 538
„ „ „ „ „ 1 10 13 5 2
Sjúkl.
Lánir
6