Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 44
42
Um og' upp úr áramótum eru nokkrir sjúklingar skráðir í ísa-
fjarðar- og Flateyrarhéruðum, 1 sjúklingur í Sauðárkróks í janúar
og 1 í Laugarás í apríl, síðan nokkur tilfelli, þegar líður á sumar, eink-
um í Sauðárkróks- og Húsavíkurhéruðum, en einnig eitt og eitt eða
örfá tilfelli í Reykjavíkur-, Akranes- og Laugaráshéruðum. Þegar
líður á haustið, fer meira að kveða að, og hefst þá hinn eftirminni-
legi Akureyrarfaraldur, er stóð fram á næsta ár og breiddist út um
nágrannahéruð og reyndar einnig' til fjarlægra héraða, bæði á Vestur-,
Suðvestur- og jafnvel Suðurlandi. í árslokin bar mest á veikinni utan
Akureyrar í Hvammstanga- og Sauðárkrókshéruðum. Þá er leið á Ak-
ureyrarfaraldurinn, varð fljótlega ljóst, að veikin hagaði sér að ýmsu
leyti mjög ólíkt venjulegri mænusótt. Var því af hálfu heilbrigðis-
stjórnarinnar gerð gangskör að því, að faraldurinn yrði sérstaklega
rannsakaður. í því skyni fór prófessor Jón Hj. Sigurðsson til Akur-
eyrar í lok nóvembermánaðar, en upp úr áramótum þeir Björn Sigurðs-
son læknir og' prófessor Jvilíus Sigurjónsson. Staðfesti athugun
þeirra til fullnustu afbrigði sóttarinnar, en með því er ekki sagt, að
þess afbrigðis hafi fyrst gætt í þessum Akureyrarfaraldri. Má í því
sambandi minna á ummæli héraðlæknisins í Víkurhéraði í Heilbrigðis-
skýrslum 1946 um faraldur mænusóttar þar i lok þess árs, héraðs-
læknisins í Breiðabólsstaðarhéraði í síðustu Heiibrigðisskýrslum uffl
slíkan faraldur þar í ársbyrjun 1947 og einkum hina ýtarlegu lýsingu
héraðslæknisins í Hafnarhéraði, er hér fer á eftir, á miklum faraldri,
er hófst þar í júlímánuði þ. á., en þar var um veiki að ræða, er honuin
þótti svo frábrugðin öllum kennilegum sóttum, að hann fékk sig' hvorki
til að skrá hana sem mænusótt né aðra sótt.
Skýrsla Jóns Hj. Sigurðssonar um athugun lians á Akureyrarfar-
aldrinum fer hér á eftir:
„Eftir beiðni yðar, herra landlæknir, fór ég til Akureyrar sunnu-
daginn 2§4i, um morguninn, til þess að athuga faraldur það, sem und-
anfarið hefur gengið í kaupstaðnum. Kom ég aftur laugardag'inn
tU, og hefði ég viljað komast suður fyrr, en veðurfar hindraði ferð-
ina í 2 daga. Á þessum tíma athugaði ég rækilega 25 sjúklinga og
skrifaði allnákvæma sjúkdómslýsingu þeirra, auk fljótlegrar skoðun-
ar á ca. 10 sjúklingum. Ástæðan til þess, að ég tók ekki fleiiá sjúk-
linga til athugunar, var sú, að ég sannfærðist um það rnjög bráðlega,
að veikin hefði í heild hagað sér afarlíkt í öllum þessum sjúklinguin:
bæði einkenni þau, sem sjúklingarnir kvarta um, og sömuleiðis það,
sem fannst við almenna skoðun sjúklinganna og sérstaka skoðun
á taugakerfi þeirra. Við þessar athuganir komst ég að sömu niður-
stöðu og' héraðslæknirinn og allir læknar á Akureyri héldu fram: að
allur meginþorri sjúklinganna væri haldinn mænusótt (poliomyelitis
epidemica). En veikin hagaði sér óvanalega að ýmsu leyti. Vil eg
hér á eftir minnast á hið lielzta, sem virðist frábrigðilegt um þetta
faraldur frá þvi, sem gerist um vanalega mænusóttarfaraldra, og Iysa
ýmsum einkennum, sem mest voru áberandi.
1) Veiki þessi virðist yfirleitt miklu vægari en í undanförnum far'
öldrum. Sótthiti yfirleitt lágur, 37,2—37,4° að morgni og 37,6—-38
að kvöldi. En nokkrir sjúklingar hafa þó fengið hita yfir 39° að kvöldi,