Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 48
46
anna höfðu nijög lítinn og sumir engan hita; en allir hafa verið mjög
máttfarnir og kvartanir um óþægindi frá hjarta, svefnleysi, meltingar-
truflanir, kuldaónot og verki, bæði í hnakka, útlimum og baki al-
gengar.“ Alls skráðir fyrir áramót 38 sjúklingar.
Blönduós. Var skráð aðeins 1 skipti, í desember, og var hún væg.
Sennilega hafa þó komið fyrir fleiri væg tilfelli þá undir áramótin.
Sauðárki-óks. í janúar er skráð 1 tilfelli, og er það í framhaldi af
faraldri fyrra árs. Verður svo veikinnar ekki vart fyrr en i júlí, en í
júlí—sept. eru skráð 12 tilfclli, flest væg og öll aparalytisk, en sumir
voru þó alllengi að ná sér. Þessi faraldur virtist svo deyja lit. Siðast í
nóvember eru svo skráð 2 tilfelli, og er þar byrjunin að meira háttar
faraldri, sem rekja má til faraldurs þess, er gekk þá á Akureyri. í des-
ember eru skráð 34 tilfellí, og heldur faraldurinn áfram frarn á næsta
ár og nær hámarki í janúar. Af sjúklingum þeim, sem veiktust fyrir
áramót, lamaðist enginn, cn mikið bar á því, að þeir væru sumir mjög
lengi að ná sér. Aðaleinkennin voru höfuðverkur, hálsrígur og bak-
verkur; suinir höfðu ógleði; hiti var oftast mjög lítill og stundum eng-
inn. Síðar komu oft dofaverkir í útlimi, oft sviti og alls konar nervös
einkenni, svefnleysi og óþægindi fyrir hjarta. Reflexar voru venjulega
cðlilegir, cn í byrjun virtust þeir stundum auknir. Það var eftirtektar-
vert, að mikill hluti sjúklinganna var fullorðið fólk og jafnvel roskið.
Konur voru fast að því helmingi fleiri en karlar. Þegar veikin fór að
breiðast meira út, voru fyrst bannaðar danssamkomur og siðar sett
algert samkomubann. Skólum einnig lokað um tíma.
Hofsós. 1 tilfelli í október í Fljótum. Engar lamanir fundust.
Dalvikur. Ekkert mænusóttartilfelli var skráð á árinu. Vegna far-
aldursins á Akureyri í haust var sett samgöngubann milli Akureyrar-
héraðs og Dalvíkurhéraðs. Stóð það um mánaðartima og var fellt niður
rétt fyrir jólin. Samkoinubann var í gildi síðustu vikur ársins, og var
áformað, að það stæði lengur. Milli jóla og nýárs, fáeinum dögum eftii'
að samgöngubannið var fellt niður, tók að bcra á lasleika hér á Dalvík
og í Svarfaðardal. Einkcnni lasleikans voru svo óljós, að ekki varð
með sæmilegri vissu úr því skorið, hvort uin mænusótt væri að ræða.
Síðar (þá er desemberskýrsla hafði verið send landlækni) þótti aug-
Ijóst, að lasleikinn væri mænusótt. Tilfelli þessi koma þvi á árið 1949.
Ef ráða má af líkum, hefur samgöngubannið náð tilgangi sínum. Lik-
legt má telja, að samkomubannið hafi einnig komið að gagni. Að sjálf-
sögðu verður ekkert fullyrt í þessum efnum, því að lítið er vitað um
útbreiðsluhætti mænusóttar. En enda þótt varúðarráðstafanir þessar,
og þá fyrst og fremst samgöngubannið, væru ekki andskotalausai
fyrir mig og óþægilegar ýmsum öðrum héraðsbúum, tel ég það sma-
muni og tilvinnandi, eins og á stóð.
Akureijrar. Um miðjan október eru skráð 2 tilfelli mænusóttar, sem
bæði eru mjög þung með miklum lömunum. Síðar kom í Ijós, að
dultaugakerfi. Sympatiskar taugar heita ]>á dultaugar og nervus sympthicus,
þegar nefndur er sem ein taug, dultaugin. Ef þess gerist þörf, sem lítið mun fara
fyrir, að nefna sem heild hinn hluta taugakerfisins (Jóhann Sæmundsson.
aðaltaugakerfi), mætti kalla hann viltaugakerfi og taugar þess viltaugar.
J