Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 50
48
komplikationa, en það komst ekki á skrá af vangá. Auk þess frétti
ég um nokkur væg tilfelli af kverkaskít í nágrenninu, en sá þau ekki
og setti þau því heldur ekki á skrá. — 30/7 var ég sóttur til 14 ára
drengs i hinum enda sveitarinnar, Svínafeili; hann var með höfuð-
verk, uppköst og lítils háttar hita. (í maí höfðu systkini hans allflest
fengið iðrakvef, neina hann). Gaf ég drengnum súlfalyf, og honum
virtist skána á nokkrum dögum. í bakaleið kom ég miðsvcitis (að
Stapa) til 19 ára pilts með allháan hita og höfuðvcrk, sem lagðist
mjög bak við augun. Nú var mér ekki farið að litast á blikuna og var
nú með poliomyelitis og meningitis og jafnvel encephalitis i huga. •—
9/8 fékk 19 ára piltur að Svínafelli þessa veiki, en ég sá hann ekki
og vissi ekki um hann fyrr en síðar. — Frá þessum tíma og þar til
29/9 gengur þessi veiki um Nesin og á Höfn, en fátt eitt sá ég' af þeim
sjúklingum. 21/8 veikist annar drengur (14 ára) að Stapa með háuin
hita, uppköstum og sams konar augneinkennum og sá fjn-ri, og 25/8
veikist á sama bæ 7 ára drengur með öllum hinum sama hætti. (Auk
þess var angina og iðrakvef á sveimi). — Þegar hér er komið frá-
sögninni, virðist þeim, sem þetta kunna að lesa, að nú sé ekkert um
að villast, hvað þarna var á seyði, en þess ber að geta, að mikið af
þessum upplýsingum er snapað uppi síðar meir, og tek ég það fram
inér til afbötunar. Allir vildu fá súlfalyf við þessari „höfuðsótt", en
fengu langtum færri en vildu, þrátt fyi'ir fyrstu „kraftaverkalækn-
inguna“, sem óðar fréttist um allar trissur. Brýndi ég fyrir fólki
að nota bólið og aftur bólið, og létu foreldrar börn sín sum liggja
upp undir vikutíma, en sjálft lá það svo stutt sein því var unnt (í 1—2
daga eða alls ekki). Annars er inér ekki kunnugt um marga fullorðna,
sem tóku veiki þessa. Var eitthvert slen í mörgum þessara sjúklinga
á eftir, en ekki lengi og engin slæm eftirköst, nema hjá yngri Svina-
fellsdrengnuin. Honum „sló niður“ í desemberbyrjun eftir að hafa
verið frískur i millitíð. Nánar um það síðar. -— En svo kemur dauðs-
fallið í Suðursveit: Drengur að Reynivöllum, 14 ára, veikist upp úr
ofkælingu og ofreynslu í göngum hinn 10/9 með vægum liita, almenn-
um slappleika og verk í mjóbaki, enn fremur beinverkjum. Á 3. degi
fæ ég þvagsýnishorn, og kom í Ijós við Esbachspróf, að um 4% albumen
var í þvaginu. Skyndilega undir kvöld á 4. degi vcrður sjúklingnum
stirt um mál og erfitt að kingja, og hitinn hækkar upp í 40 stig. Er
ég kom til hans, reyndist RR eðlilegt. Ptosis á h. augnloki, augnvöðva-
lamanir, koklamanir og króniskir kippir i hægri upplim.1) Ekki
aphonia, er sjúklingurinn reyndi að svara jái og neii, en vegna tungu-
1) Lengstum hefur verið álappalega að orði komizt á islenzku, þegar limir
mannslíkamans hafa verið nefndir fræðilega í heilu lagi: efri og neðri
ú 11 i m i r. Teygist lopinn, þegar kenna þarf til hægri eða vinstri og tengja
síðan við heiti einhvers sjúkdóms eða sjúkdómseinkennis. Ú11 i m u r (þó að
gamalt heiti sé) virðist algerlega óþörf ofþýðing á extremitas, og ætti limur
að nægja, úr því að engum innlimum er til að dreifa. Tilraun til lagfæringar
er að nota heiti þau, sem hér eru viðhöfð, efri útlimur: upplimur, neðri
útlimur: ganglimur, en betur mætti gera. Á eðlilegri islenzku mundi
extremitas superior heita: haudlimur og extremitas inferior: fótlimur, og getui
hvorugt heitið nýyrði. (Um fótlim er hægt að tala á fagurri konu, en varla
ganglim.)
J