Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 52
60
Engar paralýsur hjá neinum þessara sjúklinga, nema konunni, en hún
stakk við á v. fæti, og seint í desemfcer kom fram nokkur atrophia á
peroneal- og suralvöðvum, svo að þá var ekki lengur um að villast
framhorna-affektion. — Hvergi gat ég fundið hypo- hvað þá areflexia,
en hjá mörgum sjúklingum greiniíega hyperreflexia. Engar para-
lýsur nema í banatilfellinu og þá cerebrallamanir, og svo peroneal-
lamanir hjá konunni. Ekki vil ég fara út i neinar fræðilegar tilgátur
um þessi fyrirfcrigði, en mætti ekki hugsa sér, að þessi „poliomyelitis-
virus“ hafi verið hálfgerður frávillingur og ráðizt meira almennt á
corticalfrumur með þeim afleiðingum, að einhverjar degenerativar
breytingar ættu sér stað í pyramidabrautunum, en ekki á það háu stigi,
að spastiskar lamanir kæmu í ljós. Aulc þessa sýnir „virusinn“ affinitet
til heilanuclei (hjá drengnum á Reynivöllum) og líka til framhorna-
frumanna (hjá konunni á Skálafelli), eins og líka vcra ber hjá skikkan-
legum poliomyelitis-huldusýkli.1) •— Ég gerði mér sérstaka ferð 12-
október i Suðursvet til þess að athuga þessa veiki, en þá vildi svo til, að
ég var kallaður í snarheitum að Hoffelli vegna luxatio humeri, og var ég
þá staddur að Reynivöllum, en í suðurleið hóuðu þessir 4 sjúklingar
ekki í mig, vegna þess að þeir töldu sig ekki nógu veika til þess, enda
bjuggust þeir við, að ég kæmi við í bakaleiðinni, og var það reyndar
ætlun mín að guða á skjáinn á hverjum hæ, en sem sagt, það fórst fyrir-
— Þetta fer að verða æðilangt mál, en ég vil geta þess, að faraldur
þessi í Suðursveit hagaði sér mjög á annan veg heldur en „höfuð-
sóttin“ á Höfn og i Nesjum. Það, sem greindi sérstaldega á mill>>
var lægri hiti hjá sjúklingunum í Suðursveit, höfuðverkur lítt áber-
andi þar, og einkum lagðist hann ekki á bak við augun eða í þau-
Aftur á móti dró Nesjaveikin ekki eins „langan“ dilk á eftir sér. AH>>'
komust þar fljótt á kreik, nema Svínafellsdrengui'inn, sem lagðist
aftur í lok nóvember. í desember sá ég hann. Þetta byrjaði þá hjá hon-
um með verkjum í liðamótum, einkum í mjöðmum og í h. olnboga,
einnig verkjum, mjög slæmuni, í abdomen, fyrst v. megin, en síðan
eitt kast, ckki ósvipað appendicitis. Hiti lágur. Svefnleysi og áberandi
dagsvefn og mjög mikill sviti. 16/12 fór greinilega að bera ix auknum
reflexum og þá klonus á h. patella og ökla. Húðreflexar eðlilegir-
30/12 er klonus horl’inn að mestu, en þó vottur um v. ökla. Vottur af
lateralnystagmus. RR 130/60. Slappleiki, sem var þegar í byrjun, hélzt
fram í miðjan janiiar næsta árs eða lengur. Grófir kraftar alltaf góðn -
— Ég sný mér aftur að stúlkunni, sem veiktist fyrst 13/7. Nú slær henni
niður 24/10 með tachycardia (128 pr. mín.), slappleika, svefnleysi,
hyperaesthesia í hársverði við greiðslu, herpingur i koki og hálsi. Re-
flexar auknir, a. m. k. mjög fjörugir. Engar paralýsur. Tensio nu
lækkuð niður i 135/70. Á í þessu fram á næsta ár. 15/11 leggst móðir
stúlkunnar ineð höfuðverk, nokkrum hita, veik í útlimum, cinku>»
1) Jafnframt því sem baktería var þýtt sýkill á islenzku, var iiið erlenda
heiti óvart fest i málinu, þvi til lítillar prýöi. Var ástæðan augljóslega sú, b'C
þvi fer fjarri, að allar bakteriur séu sýltlar. Hliðstæðu hlutverki á heitr
huldusýkill fyrir sér að gegna sem þýðing á virus, því að ekki eru vni
fremur en bakteriur allir sýklar. Stungið skal upp á, að á íslenzku heiti virus.
veira (sjúkdómar, sem veirur valda, veirulungnabólga, mænusóttarvcira o. s. írv.)-