Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 54
52
ugt um ca. 60 tilfelli, 35 í Suðursveit, en 25 á Höfn og í Nesjum. Þykist
ég viss um, að óhætt væri að margfalda að ininnsta kosti með 2, ef
öll hin abortivu og maskeruðu tilfelli ættu að koma með. Ég hef heyrt
þvi haldið fram, að fjnstu tilfellin af poliomyelitis væru alltaf svæsn-
ust, en getur ekki verið, að þetta aðeins sýnist svo, þar eð hin abortivu
þekkjast fyrst á hinum slæmu, og af því að fólk leitar ekki almennt
læknis við „sleni“, fyrr en það hcfur heyrt hættumerkið: „mænuveiki“?
— Hvaðan veikin hafi upprunalega borizt hingað, tel ég órekjanlegt,
en vil þó geta þess, að snennna á árinu flultist að Skálafelli 26 ára
maður, sem kom af Farsóttahúsi Reykjavikur og hafði dvalizt þar í 2
ár vegna mænuveiki. Hann veiktist á Eskifirði 2. nóvember 1945. Þrátt
fyrir tveggja ára einangrun hans veit ég engin þau rök, sem gætu hrak-
ið það, að hér geti verið um virusbera að ræða, og að farsótt þessi sé
þaðan komin. — Ekki ætla ég mér þá dul að draga neinar ályktanir
af þessum sundurlausu þönkum og yfirborðslegu athugunum, og læt
ég því staðar numið, en máske gæti ég gefið einhverjar upplýsingar
síðar, ef þörf gerist. — Oft óskaði ég eftir neurolog mér við hlið til
skrafs og ráðagerða, einkum eftir að ég frétti, að gangskör hefði verið
gerð að því bæði af útlcndum og innlendum vísindamönnum að reyna að
kryfja Akureyrarveikina til mergjar. Hlakka ég til að heyra einhverjar
pósitívar niðurstöður. Ef til vill kann svo að reynast, að sú veiki og
„Suðursveitarveikin“ séu „varíantar“ af hinni eiginlegu „barnalömun“?
Vestmannaeijja. Kona um fertugt veiktist með kvölum í vinstri síðu,
öxlinni og handleggnum sama megin. Eftir 2 mánuði kom í Ijós rýrnun
á axlarvöðvum. Náði sér eftir % misseri og má heita jafngóð.
Laugarás, 6 tilfelli skráð, dreifð um allt héraðið og yfir allt árið.
Sennilega flest eftirhreytur frá fyrra faraldri (1946). Yfirleitt væg og
óljós, þar sem lamanir komu varla fyrir og hurfu fljótt. Ein 11 ára
stúlka úr Reykjavík var allþungt haldin, er ég kom til liennar, cn
ólömuð; var hún flutt til Reykjavíkur og dó þar eftir stutta legu.
Þykir mér sennilegra, að þar hafi verið um purulent meningitis að
ræða. Eitt tilfelli var af reykvískum sérfræðingum talið hin svo
kallaða Akureyrarveiki. Reyndist það mjög þrálátt og eftirköstin lang-
vinn. Að vísu varð sjúklingurinn fj'rir áfalli, er hann kom til Reykja-
víkur, en þangað var hann fluttur, er hann hafði legið heima 5—6
vikur og virtist á allgóðum batavegi, orðinn hitalaus og sæmilega hress,
en var þó enn ekki farinn að setjast upp. Varð honum ekkert um
ferðalagið, en er hann kom á sjúkrahúsið, skipuðu hjúkrunarkon-
urnar honum þegar fyrsta morguninn að setjast upp og eta mat sinn
eins og maður, því að það mundi víst Iítið ganga að honum. Og er hann
maldaði i móinn og taldi það óvarlegt, nema í samráði við lækni sinn,
tóku þær í hnakkadrambið á honum og reistu hann upp án frekari
málalenginga. Gekk þetta þannig í 2 daga, og hafði hann þá aftur
fengið nokkurn hita og stórum verri líðan. Var hann svo fluttur á ann-
að sjúkrahús og Iá þar ca. 3 mánuði. Um það, hvernig þessi veiki barst
í héraðið, kann ég þetta að segja: Á efsta bæ i Laugardal kom upp
hitasótt (óvíst hvaðan), sem fólkið þar taldi inflúenzu og margir á
bænum (tvíbýli) fengu, allir án verulegra eftirkasta. Annar bóndinn
á bænum var um svipað leyti 1 dag í vinnu hjá prestinum á ... • Éá-