Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 55
53
um dögum síðar lagðist sonur prestsins og næsta dag presturinn,
og er hann sjúklingur sá, sem til Reykjavíkur fór. Drengnum batn-
aði fljótt, en þó virtist lengi eima eftir af einhverjum slappleika.
En með prestinn för svo, sem fyrr er frá greint.
Keflavíkur. Hennar verður vart í október—desember, en enginn
fékk alvarlegar lamanir eða dó úr veikinni. Piltur einn á Miðnesi kom
úr Akureyrarskóla og veiktist á leiðinni, varð kalt og hlaut erfiða
ferð. Lagðist, þegar heim kom, með hita, uppköstum, mænueinkenn-
um og léttum lömunum í fótum. Lá heima ca. 7—10 daga og batnaði.
Ekki varð vart útbreiðslu frá þessum sjúklingi.
26. Munnangur (stomatitis cpidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjúkl......... 129 171 102 106 119 102 130 94 67 82
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Hvort sú stomatitis, sem fram er talin, hafi verið „epidemica",
uiá teljast óvíst.
Hafnarfi. Nokkur tilfelli.
Reykhóla. 4 tilfelli í börnum, öll væg.
Þingeyrar. Noklcur tilfelli komu fyrir, dreifð allt árið.
Hólmavikur. í ágúst virtist vera um faraldur að ræða í ungu fólki
giftingaraldri, en vægur í flestum, að sögn. Öll skráðu tilfellin voru
Prálát stomatitis ulcerosa, sem illa geklt að lækna.
Sauðárkróks. Gerði lítið vart við sig.
Halvíkur. 3 tilfelli á slcýrslu. Hafa sennilega verið fleiri.
úkureyrar. 2 tilfelli þung. Efalaust hafa kornið fyrir nokkur fleiri
°ttari tilfelli, sem ekki hefur þótt ástæða til að geta um.
Nes. Varð aðeins vart.
®úða. Nokkur tilfelli, öll væg (ekkert skráð).
27. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 27.
sjúklingafiöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
SJÚE1.......... 292 245 133 337 516 328 299 374 351
1948
492
Eæknar láta þessa getið:
Rvik. Talsvert bar á þessum kvilla, einkum fyrstu mánuði ársins.
juklingar munu hafa verið miklu fleiri en skráðir eru, enda læknis
_ ki nærri alltaf leitað við svo vægum sjúkdómi sem hlaupabóla oft-
ast er.
Hafnarfi. Talsvert har á hlaupabólu, einkum fyrra hluta ársins.
Olafsvíkur. Fáein tilfelli.
Heykhóla. Örfá tilfelli skráð.