Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 56
Þatreksfi. Stakk sér niður í Tálknafirði, en breiddist ekki út þaðan.
Ég sá ekki nema til þess að gera ía af tilfellunum, en flest uppvaxandi
fólk í hreppnum mun hafa tekið þenna kvilla.
Bíldudals. Nokkuð bar á veikinni fyrstu mánuði ársins.
Flateyrar. Varð vart í marz, apríl og' maí. Meinlaus.
ísafi. F áein dreifð tilfelli frá rnarz—nóvember. Veikin hcfur nú verið
landlæg hér síðan 1941.
Hólmavíkur. Ungur maður, nýkominn úr Reykjavík, fékk hitavott
og útbrot; sá ekki sjúklinginn, en hélt eftir lýsingu í síma að væri
idiosyncrasia. En rúmum hálfum mánuði síðar, er ég var á ferð og
kom á heimilið, lágu 2 börn með sams konar útbrot og háan hita, sein
var greinileg hlaupabóla. Varð ekki síðar vart, svo að vitað sé.
Hvammstanga. Stakk sér niður, mest í maí—júní.
Sauðárkróks. Gerði vart við sig i janúar—febrúar. Eftir það hverfur
hún, en ekki er víst, að allir sjúklingar hafi leitað læknis.
Dalvíkur. Faraldur í október og nóvember.
Akureyrar. Gert lítils háttar vart við sig á árinu, og hafa tilfellin
yfirleitt verið væg'.
Vopnafi. 2 börn fengu veikina. Áður hafði gamall maður á heimil-
inu fengið ristil.
Seyðisfi. 3 börn á sama heimili á Þórarinsstaðaeyrum í apríl.
Nes. Gerði vart við sig, en breiddist ckki út.
Auk framangreindra farsótta geta læknar um þessar bráðar sóttir:
Angina Plaut-Vincent: í fyrsta skipti í mörg ár er nú ekkert tilfelli
þessa kvilla skráð í Rvík.
Hólmavíkur. 1 tilfelli, ekki skráð á mánaðarskrá. Tonsillitis ulcerosa,
án hita, í tvítugum pilti, um svipað leyti og munnangurstilfellin, sem
að framan er getið.
Conjunctivitis infectiosa:
Grcnivikur. Nokkur tilfelli komu fyrir í ágústmánuði.
Erythema infectiosum: Á mánaðarskrá í Patreksfj. eru skráð 3 tilfelh:
I júní 2 börn, 5—10 og 10—15, og í nóvember 1 karl 15—20 ára.
Þingeyrar. Systur tvær fengu kvilla þenna, ef sjúkdómsgreiningin
er rétt. Gat ekki séð, að útbrotin líktust neinu frekar, eftir því sem
bækurnar lýstu sjúkdómnum.
Hepatitis epidemica: í Rvík eru skráð á mánaðarskrá 4 tilfelli (i
janúar karl 20—30 ára, kona 30—40 ára, í júní karl 40—60 ára og í júlí
kona 40—60 ára), án þess að frekari grein sé gerð fyrir, en víst af ráðn-
um huga ekki talin venjuleg gulusótt.
Malaria: 1 tilfelli skráð á mánaðarskrá í Keflvíkurhéraði í okto-
ber: karl 30—40 ára.
Keflavíkur. Á Keflavíkurflugvelli akút kast sjúklings með malaria
chronica og plasmodium vivax i blóði. Varð einkennalaus og sendur
til Bandaríkjanna.
Meningitis: Á mánaðarskrá i Rvík eru skráð 2 tilfelli af meningitis án
frekari skýringar: í marz barn á 1. ári og í apríl karl 30—40 ára.