Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 59
57
32 sjúklingar höfðu lokið lækningu sinni og voru sero-H í árslok.
5 gengu enn í lækningu og voru sero-f- við síðustu rannsókn. 4 sjúk-
lingar fluttust út á land i frambaldslækningu þar. 1 sjúklingur van-
rækti lækningu sína. 3 sjúklingar fluttust af landi burt.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Lekandasjúklingar eru nú taldir fram nokkru færri en næsta
ar á undan. Sárasóttarsjúklingar einnig færri.
Hafnarfi. Fáein tilfelli sáust af lekanda, aðallega sjómenn. 1 tilfelli
af sárasótt á öðru stigi skrásett. Fleiri tilfelli en við höfum skráð
kunna að hafa komið fyrir, en þau hafa þá verið skráð hjá kyn-
sj úkdómalækni ríkisins.
Reykhóla. Kynsjúkdóma varð ekki vart.
Ríldudals. Enginn gonorrhoeasjúklingur á árinu. 1 maður (sami og
aður) er skráður með syphilis tertiaria (ekki á mánaðarskrá). Er
Hann sæmilega hraustur og vinnur alltaf.
Þingeyrar. Lekandasjúklingur leitaði mín. Hafði smitazt í Englandi.
Reyndist sulfaresistent og fékk þvi pensilinmeðferð. Yirtist allt ganga
Vel> en reyndist þó ekki svo, því að hann fékk prostatitis, og nokkru
eftir að honum virtist batnað, fékk hann polyarthritis gonorrhoica
bæði hné, ökla og úlnliði). Fékk liann á aðra milljón eininga af
Pensilíni, og fór betur en á horfðist um tíma, því að engan stirðleika
ekk hann í liði á eftir. Enginn luessjúklingur leitaði mín á
arinu.
tjateyrar. 4 tilfelli af lekanda á árinu (5 á mánaðarskrá), eitt þeirra
a Flateyri og varð rakið til ísafjarðar, hin i Súgandafirði. Um upp-
jUna þeirra tilfella hefur mér ekki tekizt að fá neinar upplýsingar,
Hrátt fyrir yfirheyrslur. 2 sárasóttarsjúklingar hafa verið hér í hér-
aoinu þetta ár (hvorugur skráður á mánaðarskrá); lcomu sýktir úr
Hoykjavík. Nú virðist þeim vera hatnað.
'sa//. Lekandi: Þetta ár voru flest tilfelli skráð síðast liðinn ára-
en þau voru flest frá sama brunni, í sambandi við togarasiglingar.
barasótt: Ekkert nýtt tilfelli þetta ár, en 2 annars stigs og 2 þriðja stigs
1 'felli komu á slcrá. Er hér um að ræða tvenn hjón, og uppgötvast
'eikin þá fyrst, er andvanafæðingar leiða gruninn að lues.
Hólmavíkur. Varð ekki vart innanhéraðs, en erlendur sjómaður
eitaði læknis vegna syphilis á öðru stigi.
, Jiönduós. Á kynsjúkdómum bar lítið. Hjón þau, sem getið var um
1 siðustu ársskýrslu, voru öðru hverju undir meðferð, þangað til þau
attust burt úr liéraðinu. Einn fyrr verandi sjómaður kom með
epididymitis, sem virtist vera af gonorrhoiskum uppruna.
^auðárkróks. 1 sjúklingur innan héraðs skráður með lekanda. Smit-
‘ lst af aðkomustúlku, sem mun hafa verið tekin til lækninga í
eykjavík á eftir. Batnaði honum á nokkrum dögum við pensilín.
lafsós. Hef aldrei sjálfur séð kynsjúkdóma í þessu héraði. Veit þó
ín eitt sárasóttartilfelli á árinu, sem nágrannalæknir minn féklc til
meðferðar.
Vlafsfi. Ekkert nýtt kynsjúkdómatilfelli. Áður skráður sjúklingur
lnee lues negatívur.
8