Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 60
58
Dalvíkur. 1 tilfelli af sárasótt og 1 af lekanda, sjómenn til heimilis
á Akureyri og báðir skráðir þar.
Akureyrar. Lekandasmitun 7 innlcndra karlmanna, sem getið er urn,
mátti rekja til konu frá Reykjavík, sem kom hér í ágústmánuði, en
fljótt tókst þó að lækna sjúkdóminn og hefta útbreiðslu faraldursins.
Af sýfilis komu engin ný tilfelli fyrir á árinu, en 1 sjúklingur fékk
áframhaldandi meðferð við svfilis, sem hann hafði fengið á árinu
1947.
Grenivíkur. Ekki orðið vart á árinu.
Vopnafi. Skráðir sjúklingar allt sjómenn af dönsku flutningaskipi,
sem hingað kom með farm frá útlöndum. Höfðu sýkzt í löndum við
Miðjarðarhaf.
Seyðisfi. 4 lekandasjúklinga hafði ég undir höndum á árinu. 2 voru
erlendir sjómenn, 3. þjónn á strandferðaskipi, en hinn 4. innanhéraðs-
maður, kvæntur um þritugt, og hafði hann smitazt í Reykjavík.
Fengu allir fullan bata.
Nes. Allt smitun í erlendri höfn nerna 1 maður, sem ekki var unnt
að rekja smitunarleið hjá. Nokkuð ber á, að súlfalyf dugi eklci, en
þá hefur pensilín komið að fullu gagni.
Búða. Lekandatilfelli 5 á árinu, þar af 1 stúlka, 4 sjúklinganna er-
lendir. Einn sjúklingurinn var norskur sjómaður á kolaskipi. Var
hann afar illa haldinn, hafði mikla epididymitis og orchitis. Pensi-
lín hafði lítil áhrif á fylgikvillana, en streptoinycin (3 g alls) lækn-
aði hann að fullu.
Breiðabólsstaðar. 1 sjúklingur fannst með lues secundaria og
Kahn -|—þ. Hafði sennilega salpingo-oopboritis, sem kann þó að hafa
verið af öðrum ástæðum, og hypomenorrhoea. Fékk pensilín (4 milljón
einingar)bismuth-kúr.
Vestmannaeyja. Fram eru taldir á sjúkraskrám 10 karlar og 1 kona
með lekanda. Konurnar sleppa því vel. 3 útlendingar skráðir með sára-
sótt á árinu, og voru þeir til lækninga á sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Stórólfshvols. Varð var við 1 pilt með lekanda (ekki á mánaðarskrá)
á árinu. Brá hann sér á þjóðhátíð Vestmannaeyja og smitaðist þar-
Batnaði fjótt við injectio penicillini og súlfalyf.
Eyrarbakka. Til mín kom enginn sjúklingur.
Laugarás. Einn utanhéraðsmaður leitaði til mín í því slcyni, að með
smásjárrannsókn yrði gcngið úr skugga um, hvort hann væri albata
af gonorrhoea, sem hann hafði haft undanfarið.
Iíeflavíkur. Alloft koma fyrir lekandatilfelli, einkum í sambandi við
Keflavíkurflugvöll. Er þá alltaf reynt að hafa uppi á smitun, sem oft
tekst, og gengið eftir, að viðkomandi láti lækna sig, annaðhvort i
Keflavík með pensilíni og súlfa, og stundum, einkum kvensjúklingar,
sendir til Reykjavíkur til kynsjúkdómalæknis til rannsóknar. Engm
tilfelli af sárasótt.