Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 64
62
aðinu 4 sjúklingar, og er það auðvitað sú langlægsta tala, sem nokk-
urn tíma hefur þekkzt hér. Af þessum 4 sjúklingum cru 2 smitandi,
og dvelst annar þeirra enn á Sjúkrahúsi Isafjarðar yfir áramótin,
cn var skömmu seinna fluttur á Vífilsstaði, en hinn, gamall berkla-
sjúldingur, aldraður maður, hefur enn ekki fengizt til að fara á sjúkra-
hús, og er það manni mikið áhyggjuefni, því að maðurinn er sæmi-
lega hress og vill vera frjáls ferða sinna. Meðal barnaskólabarna
voru 10 nýsmitanir á árinu, og verður það að teljast mikið, þar sem
svo fáir berklasjúklingar dveljast i liéraðinu, að því er vitað er. Flestar
þcssar nýsmitanir hafa þó verið raktar til þekktra sjúklinga, en alltaf
er eitthvað eftir, sem vafi leikur á um, og er þó leitað vandlega meðal
venzlamanna barnanna. Stundum verður maður að láta sér nægja þá
skýringu, að börnin hafi verið á ferðalagi frá bæ; þó er grafizt fyrir
um sumardvalarheimili, ef svo ber undir. Óneitanlega veldur það manni
nokkrum kvíða, þegar berklasjúklingar af heilsuhælunum eru að
vitja heimkynna sinna í hinum svo kölluðu sumarfríum sínum. Meðal
gagnfræðaskólabarna voru 2 nýsmitanir raktar til þekktra sjúklinga,
og var annar suinarleyfissjúklingur frá Vífilsstöðum. Aðrar 2 nýsmit-
anir urðu ekki raktar, en börnin höfðu verið fjarverandi allt sum-
arið. 2 börn, 3 og 4 ára, úr Strandasýslu, fundust hér Pirquet-j-. Var
hlutaðeigandi héraðslækni gert aðvart, og' kom í ljós, að smitandi
berklar voru á heimilinu.
Ögur. Stúlka veiktist á heimili einu í Súðavík, Eyrardal. Þegar leit-
að var eftir á heimilinu, fannst þar aldraður maður með smitandi
lungnaberkla, og hafði hann, auk þessarar stúlku, einnig smitað aðra
stúlku þar, og veiktst hún cinnig. Gamli maðurinn var þegar fluttur
á Vífilsstaði, og dó hann þar á árinu, en stúlkurnar báðar voru fluttar
á Sjúkrahús ísafjarðar. Batnaði annarri þar fljótlega, en hin var síðar
flutt á Vífilsstaði, og dvelst hún þar enn. Ekki urðu fleiri smitanir
í Súðavík lit frá þessu hreiðri.
Hestetjrnr. Berklaveiki hefur ekki orðið vart í héraðinu á árinu.
Árnes. Ekki tekizt að finna berklabók héraðsins. Er lieldur ekki
kunnugt um neina sjúklinga i héraðinu með virka berklaveiki, en
nokkrir gamlir berklasjúklingar eru í héraðinu, sem sennilega hafa
verið eftirlitslitlir alllengi. Mjög svo athyglisverða tel ég útkoinu
herklaprófanna á skólabörnum í Árnesi, þar sem 21 af 45 börnum eru
jákvæð (Moro-j-)- Því miður vantar heimildir til samanburðar við fyrn
berklapróf í héraðinu, en engin berklapróf voru gerð síðast liðið
ár á skólabörnunum, vegna þess að mér tókst ekki að útvega túberkn-
lín í tæk tíð. Væri ekki vanþörf á, að gerð væri vandleg leit að smit-
berum í héraðinu.
Hölmavíkur. 2 nýir sjúklingar skráðir. 28 ára sjómaður kom til nim
í júnímánuði. Lengi kvefaður með tak og hitavott. Pirquet-þ, en spu-
tumrannsókn var ekki hægt að framkvæma. Ráðlagði ég manninum
að fara til gegnlýsingar hið fyrsta, þar sem hlustun var grunsamleg-
Frétti siðan ekkert af honum fyrr en í ágiist, að mín var vitjað vegna
4 ára dóttur hans, sem legið hafði ineð hita, 38—39°, i vikutíma. Ekk-
ert var að henni að finna annað en hún vara Moro-f-+- Telpan var
veik í mánaðartíma og lystarlaus og oft subfebril næstu mánuði. Taldi