Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 65
63
ég hana hafa hilitis tuberculosa. Faðirinn, sem hafði farið á síldveiðar,
var frískur orðinn, er til hans náðist í september, og fór þá öll fjöl-
skyldan að mínu ráði til ísaf jarðar til rannsóknar. Kom heim með þann
Urskurð, að allt væri í lagi, nema bæði börnin, telpan og tveggja ára
drengur, væru Moro-f-. Annars þarf naumast að geta þess, að berkla-
greining og berklavarnir eru lítt framkvæmanlegar, þar sem ekki er til
smásjá, hvað þá heldur röntgentælci, og ekkert undarlegt, þótt fólk sé
ekki hrifið af því að þurfa að ferðast til Reykjavíkur til rannsóknar við
minnsta grun um berklaveiki. S. I. sumar tókst mér með herkjum og
persónulegum eftirgangsmunum að herja út innflutnings- og gjald-
eyrisleyfi fyrir nauðsynlegustu verkfærum, sem mig skortir, þar á
meðal smásjá. Síðan hefur þetta verið í pöntun, og lízt mér svo á, að
árið ætli að líða, áður en úr rætist. Er hér afstaða okkar útkjálka-
nianna óneitanlega erfið, þegar ekkert i’æst nema með persónulegu
nuddi og stappi, en bréfum og beiðnum ekki svarað. Nokkur sjóður
er UI í héraðinu til kaupa á röntgentækjum, og ætlunin er að fá þau
sem fyrst í hið nýja sjúkraskýli, ef ekki strandar á innflutningsyfir-
''oldunum. Reynt hefur verið að senda hráka til rannsóknar til Reykja-
yíkur, ef hitzt hefur á flugferð. Loftbrjóstaðgerðir voru framkvæmdar
°~ sinnum á 4 sjúklingum á árinu. Berklapróf (Moro) var gert á öllum
skólabörnum við skólaskoðun. Galli er þó á því prófi, að alls staðar
!>ema á Hólmavík var það dæmt af skólastjórum. Engin nýsmituð
börn fundizt.
Hvammstanga. Engin ný tilfelli.
plönduós. Var ekki rnikið áberandi. 1 sjúklingur dó, 12 ára gömul
slúlka, sem hafði flutzt inn i héraðið fyrir nokkrum árum í för með
juoðursystur sinni. Móðir hennar hafði dáið úr berklum, en auk þess
bofðu berklar einnig verið áður á þessu heimili.
Sauðárkróks. 76 ára kona reyndist hafa smitandi lungnaberkla. Dó
!Un hér á sjúkrahúsinu 2 mánuðum síðar úr þessum sjúkdómi. Litlu
siðar veiktist dóttursonur hennar, 16 ára gamall, sem dvalizt hafði á
Sania heimili. Hefur hann berkla í lungum, en er á góðum batavegi.
ftoðarlæknir berklayfirlæknis gegnlýsti um 100 manns á Sauðár-
,vl°ki og auk þess námsineyjar, kennara og starfsólk kvennaskólans
a köngumýri, túberkúlínpósitív börn og ncmendur í Gagnfræðaskóla
w." fðnskóla Sauðárkróks, auk þess alla kennara, starfsfólk mjólkur-
samlagsins, braugerðarhússins og gistihúsanna, og svo allmargt af
0 ki eftir tilvísun héraðslæknis. Fundu þeir engin nv berldaveikis-
ulfelii.
pofsós. Óvenjulega mörg tilfelli. 3 af sjúklingunum voru i sömu
Jólskyldu. Ungur piltur, 21 árs, hafði veikzt um áramótin 1947—1948
WS var heima hjá sér, ýmist á fótum eða í rúminu. Þrátt fyrir mikinn
l0sta, uppgang og hita, var aldrei leitað læknis fyrr en seint í marz,
01 eg var sóttur til hans. Var sjúklingurinn þá með háan hita og mikinn
Positívan uppgang. Sjúklingurinn var þá umsvifalaust sendur á Krist-
neshæli.
ðlafsfj. 1 nýr sjúklingur, gift ltona, nýflutt inn í héraðið. Var smit-
andi, en send strax á hæli (2 nýskráðir á berklaskýrslu héraðslæknis).
Ualvikur. 10 nýir sjúklingar eru skráðir í berklabók. 4 konur með