Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 66
64
smitandi lungnaberkla fóru á hæli. 1 þeirra viröist hafa smitað úl frá
sér. Við berklapróf á heimili hennar og í nágrenni þess komu i ljós ný
tilfelli. Nokkrum mánuðum síðar fékk sonur hennar tvævetur berkla-
heilahimnubólgu, bóndi hennar brjósthimnubólgu, 2 börn á næsta
bæ sýktust, annað af þrimlasótt, hitt af eitlabólgu, og loks var ná-
búakona ein sterkjákvæð, en hafði verið neikvæð áður.
Akureyrar. Á árinu dóu 12 sjúklingar úr berklaveiki, þar af 10 úr
lungnaberklum og 2 úr lieilaberklum. Þetta er með því lægsta, sem
berkladauðinn hefur verið hcr.
Grenivíkur. Engir nýir sjúklingar. Manni, cr hafði haft berkla í
licndi, versnaði mikið á árinu; hefur hann sár á fingrum og fistla um
úlnlið og útfcrð úr þeim. Hefur hann verið einn til húsa í vetur og
sjálfur verið að basla við að skipta á þessu. Hef ég reynt mikið til að
fá hann til að fara á sjúkrahús, og hefur hann lofað mér að gera það,
en ekki staðið við það. Maðurinn er mjög sérgeðja, og er ég hræddui'
um, að hann mundi sleppa sér, ef farið væri að honum með hörku.
\rona ég, að þetta lagist bráðlega.
Þórshafnar. 1 maður með lúpus í árslok og 1 stúlka með adenitis
á hálsi.
Vopnafj. Skrásett 1 kona um sextugt. Var send á Kristneshæli-
Reyndist vera með tb. pulm. -— vetus, lokuð -— og ekki smitandi.
Seijðisfj. í janúar 1948 uppgötvuðust lungnaberklar í gömlum bron-
chitissjúklingi — 60 ára sjómanni á Þórarinsstaðaeyrum — á þann
hátt, að 4 ára dóttursonur hans fékk erythema nodosum, en um aðra
smitun gat ekki verið að ræða. Barnið hafði að gömlum svcitasið
sofið hjá afanum. Það sýndi sig, að drengurinn var með hilitis
tuberculosa og var tekinn til meðferðar í sjúkrahúsið, en afinn var
sendur til Vífilsstaða. 2 utanhéraðssjúklingar, sem sendir voru hing-
að vegna gruns um berkla, reyndust báðir með virka lungnaberkla og
voru þegar sendir á hæli. Auk þess kom hingað til lælcninga 43 ára
karlmaður úr Borgarfirði með stórt lymphadenoma á hálsi. Áleit ég
það tuberculöst. Sjúklingurinn læknaðist við Ijósböð.
Nes. 3 sjúklingar skráðir í fyrsta sinn, þar af 1 kona aðflutt. Litlar
sem engar líkur til, að hinir sjúklingarnir séu smitaðir á staðnum.
Búða. Engin ný tilfelli á árinu. Allir grunsamlegir nú sem áður
sendir á berklavarnarstöð til nánari athugunar.
Djúpavogs. 2 nýir skráðir. Annar sjúklingurinn kona, sem í 2—3 ar
hafði dvalizt á Kristneshæli; varð gravid, vildi fá að ala harn sitt
heima hjá foreldrum sínum. Hún var smitfrí og fékk að fara, þar sem
hún sagði engin börn fyrir á heimili foreldra sinna, en raunar voru
þar fyrir 4 innan átta ára aldurs, og þar af átti hún sjálf 2. Barnið
átti hún í desember, og gekk fæðing vel. Fékk hún kvef og hósta i
sængurlegunni og varð þá bacillær. Sendi ég hana þegar á Vífilsstaða-
hæli.
Hafnar. Engir með virka berkla.
Brciðabólsstaðar. 5 börn Calmettc-bóluselt.
Víkur. Enginn nýr sjúklingur.
Vestmannaeyja. Með langfæsta móti, sem ég man eftir, síðan ég kom
í héraðið (1925). Vonandi, að á þessu verði framhald. Annars hef ég