Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 68
66
aði á árinu. Heima dveljast nokkrir sjúklingar, sem fá loftbrjóstað-
gerðir.
Selfoss. Berklaskýrslur ekki nákvæmar að því leyli, að þær telja
ekki alla þá, sem á þeim ættu að standa. Sjúklingar af þessu tagi skjót-
ast stundum fram hjá okkur héraðslæknunum og njóta eftirlits hjá
mönnum berklayfirlæknis eða suður á Vífilsstöðum. En þær uppiýs-
ingar, sem berklaeftirlitið og Vífilsstaðir senda okkur liéraðslækn-
um um þetta fólk, eru oftast mjög í molum. Annars er ég engan
veginn ánægður með þetta, enda má öllum ljóst vera, að svona lag-
aður bögglingur er vel til þess fallinn að deyða áhuga héraðslækna
fyrir berklavörnum og berklamálum yfirleitt.
Laugarás. 1 sjúklingur skráður nú í fyrsta sinn, hálffertug kona
með adenitis tbc. colli. Fór hún til Reykjavíkur og fékk þar fIjót-
an bata með streptomycini. Virðast bei’klarnir svo til aldauða í hér-
aðinu, þó að vissara sé að vera ekki of bjartsýnn, því að veikin er læ-
vís, og lengi lifir í glóðunum.
Keflavíkur. Nokkur ný tilfelli á þessu ári. Kona í Sandgerði veiktist,
var send á Vífilsstaði og reyndist hafa berlclasmit. 2 stúlkur, 15 og 16
ára, veiktust síðar af þrimlasótt með hita og fengu auk þess hilitis og'
seinna pleuritis exsudativa. Lágu báðar heima 1—2 mánuði. Fékk ég
yfirlækni á Vífilsstöðum nokkrum sinnum til Sandgerðis með gegn-
lýsingartæki til rannsóknar á stúlkunum. Batnaði báðum heima. Fengu
ekki skemmd í lungu. í sambandi við þetta o. fl. var æskt eftir ahnennri
berldaskoðun í Miðneshreppi. Fór héraðslæknir fram á við berklayfh-
lækni, að hún yrði framkvæmd. Gerði héraðslæknir fyrst berklapróf a
145 börnum 1—14 ára. Síðan korn berklalæknir og gegnlýsti öll já-
kvæð börn, en af 145 börnum reyndust 3 jákvæð, sem voru neikvæð
áður. Ekki komu fram virkir berklar í neinu barnanna.
3. Geislasveppsbólga (actinomycosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjukl........ ,, ,, ,, ,, 1 ,, ,, ,,
Ekki getið á árinu.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 194H
Á spitala ... 17 17 16 15 14 13 11 10 9 3 4 * * * 8 * * *
í héruðum . 455655554 —
Samtals .... 21 22 21 21 19 18 16 15 13 12
Utan hælisins í Kópavogi er enn kunnugt um 4 holdsveika sjúkhnga
í þessuin héruðum:
Rvík: 1 (karl 69 ára).