Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 70
68
héruðum. Það er eftirtektarvert, að 2 af þessuin sjúklingum er tiltölu-
lega ungt fólk, þrítugur karlmaður, fæddur á ísafirði, og 33 ára gömul
kona frá Höfn í Hornafirði (þar talin 35 ára). Vitað er, að 2 af sulla-
veikissjúklingunum, sem á skrá voru síðast liðið ár, eru dánir, en 1
er lifandi hér i Reykjavík.
Búðardals. 1 gömul kona með gamlan fistil (ekki greind í ársyfir-
liti).
Reykhóla. Varð ekki vart.
Bolungarvikur. Sullaveiki engin.
ísafí. Ekkert tilfelli. Mikið ber þó alltaf á sullaveiki í sauðfé á slátr-
unarsvæðinu.
Arnes. Hundahreinsun hafði verið slælega framkvæmd undanfarið
ár, og var yfir því kvartað við héraðslækni. Við var borið, að hunda-
hreinsunarmenn fengjust ekki og enginn staður til að framkvæma
hreinsunina á. Litlu síðar var hundahreinsunin gerð, og hafði þá sú
ágæta lausn fengizt á húsnæðisleysinu, að kjallari hins ónotaða læknis-
bústaðar í Árnesi var tekinn fyrir hundana.
Hólmavíkur. Enginn sjúklingur leitaði læknis. Skráð er gömul kona,
sem lengi hcfur liaft lifrarsull.
Hvammstanga. Engin.
Alcureyrar. Engin tilfelli á mánaðaskrá, en á Sjúkrahúsi Akureyrar
hafði 1 utanhéraðsmaður legið vegna aðgerðar við sulli í lifur.
Hafnar. Sömu 2 sjúklingar og áður.
Breiðabólsstaðar. Ekki er vitað um nýja sjúklinga. Á þessu ári tókst
að fá laun hundahreinsunarmanna hækkuð, og haft var dálítið eftirlit
ineð framkvæmd hundahreinsunarinnar. Var hún því betur innt af
hendi á þessu ári en verið hefur undanfarið. Enn þá ber töluvert á sull-
um i sláturfé.
Vestmannacyja. Enginn liundur til í héraðinu.
Stórólfshvols. 1 gamall maður um áttrætt, fyrr verandi bóndi í Fljóts-
hlíðinni (ekki á mánaðarskrá né ársyfirliti), kom fyrir mín augu á ár-
inu með gamlan lifrarsull, sem var að byrja að valda honum óþægind-
um. Sagðist hann hafa verið sullaveikur á yngri árum, cn sullurinn
gengið upp með uppköstum.
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Sjúklingafíöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 19-*S
Sjúkl......... 3 2 2 „ 1 2 1 1
Ekki getið á árinu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík, Enginn sjúklingur skráður á árinu, enda kom enginn til lækn-
inga á röntgendeildina.
Stórólfshvols. Veit af engum i héraðinu með þenna kvilla.
Laugarás. Geitur ekki til, þori ég að ábyrgjast.