Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 74
72
það tæki sig upp á ný. Karl þenna kól á ejn'a fyrir 18 áruni, og fékk
hann upp úr því hyperkeratosis í kalið og síðan krabbann í.
Flateyrar. Nýrra krabbameinssjúklinga hef ég ekki orðið var á
þessu ári, cn tvennt dó á Landsspítalanum á þessu ári úr þeim sjúk-
dómi, kona með ca. mammae recidivans, metastasis í kirtlum og
beinum, og karl úr ca. ventriculi.
ísajj. Alls dóu 5 á árinu. Ur 2 var æxlið numið burt með skurðað-
gerð. 1 aldraður karlmaður hafði lungnakrabba. Hann var fluttur á
Landsspítalann, og lifði hann fram yfir áramótin.
Ögur. Aðeins 1 kona dó úr sjúkdómnum á árinu. Var hún háöldruð.
Árnes. Frétti í októbermánuði um 59 ára geðveikan mann, sem
talinn var hafa magasár. Hann var búinn að hafa uppköst um tíma
og blóðuppköst einu sinni eða tvisvar; hafði lítið nærzt og' megrazt
mjög. Lá apatiskur og virtist ekki kvalinn. Rejmt var árangurslaust
að koma manninum í sjúkrahús. Sá ég' hann um hálfuin inánuði
siðar. Var hann þá lítið annað en beinagrind. Við skoðun fannst, auk
kachexi, intuinescens í kviðarholi ofan nafla og þéttur eitlaklasi
vinstra megin á hálsi, ofan við viðbein. Var um hálfum niánuði síðar
kominn með bjúgbólgu í alian vinstra handlegg. Exitus tveim dögum
síðar. Tel vafalítið, að um cancer hafi verið að ræða. Annar maður,
70 ára, var grunaður um ca. ventriculi. Fór á sjúkrahús í Reykjavík
og er þar enn. Um sjúkdómsgreiningu þar veit ég ekki.
Hólmavíkur. Enginn nýr sjúklingur skráður. 58 ára bóndi með ca-
g’iandulae thyreoideae dvelst heima við g'óða heilsu eftir röntgen-
geislun á s. 1. ári.
Hvammstanga. 2 ný tilfelli; sjúklingarnir báðir höfðu ca. ventri-
culi, og dóu báðir. Einnig' dó kona sú, sjötug, á Hvammstanga, ineð
ca. recti, sem skráð var í fyrra.
Blönduós. Á krabbameini bar með mesta móti. Þeir sjúklingar,
sem voru á skrá í ásbyrjun, dóu báðir á árinu, enda var þar um
mikla metastasis að ræða, en auk þess voru skráðir 5 nýir sjúklingar-
Einn þeirra er 88 ára kona með krabbamein í brjósti ásamt útsæði
í eitlum. Ég' lagði ekki í að skera hana, enda konan mjög feit í ofana-
lag á aldurinn, en sendi hana til röntgenmeðferðar, þvi að nú er talið,
að oft megi halda niðri slíkum meinum í gömlum konum með endur-
teknum geislunum. Nær áttræður karlmaður var skráður með krabba-
mein í maga; fékk hann blæðingu frá því, og virðist þar vera un>
scirrhus að ræða, en ekki gat ég' farið að ráðleggja honum uppskurð,
og hjarir hann enn. 52 ára kona og önnur 73 ára dóu úr magakrabba;
komu báðar mjög seint til skoðunar, enda var í bæði skiptin um hrað-
vaxandi mein að ræða. Þá dó og úr sama sjúkdómi 83 ára gömul
kona, sem hafði legið lengi.
Sauðárkróks. Innan héraðs dóu 5 sjúklingar á árinu, 3 úr ca. ventri-
culi, 1 úr ca. oesophagi og 1 úr ca. mammae. Auk þess dóu 3 sjúk-
lingar utan héraðs úr krabbameini, 1 úr ca. vesicae urinariae, 1 ur
ca. hepatis og 1 úr ca. glandulae thyreoideae.
Hofsós. 2 karlmenn á bezta aldri, annar 50 ára, hinn 41 árs, skráðir
á árinu. Báðir með ca. ventriculi inoperabilis. Annar aó á miðju ári,
en hinn er við sæmilega heilsu í árslok.